fbpx
Fimmtudagur 24.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Hatrammar fjölskylduerjur – Reyndi að taka íbúðina af systur sinni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 20. júní 2019 16:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur úrskurðaði í gær í hatrömmum fjölskyldudeildum þar sem kona var nauðbeygð til að krefjast viðurkenningar dómara á eignaréttinum á íbúðinni sem hún hefur átt og búið í ríflega 40 ár, því bróðir hennar heimtaði að íbúðin rynni inn í dánarbú foreldra þeirra.

Forsaga málsins er sú að foreldrar systkinanna keyptu nyrðri hluta húss árið 1976. Dóttirin og maður hennar tóku þátt í kaupunum og fengu í sinn hlut jarðhæðina, sem var í slæmu ástandi og var verðmatið afar lágt. Í kjölfarið tóku þau jarðhæðina í gegn, gerðu upp og hafa búið þar síðan. Þegar íbúðin var orðin of lítil brugðu þau á það ráð að kaupa jarðhæðina í syðri hluta hússins líka og opna á milli.

Íbúðinni var þó ekki formlega þinglýst á nafn dótturinnar þar sem árið 1976 taldist allur nyrðri hlutinn aðeins ein eign. Þessu var breytt loksins árið 1994 þegar eignaskiptayfirlýsing var gerð. Dóttirin og maður hennar skrifuðu undir eignaskiptayfirlýsinguna og móðirin líka sem eigandi efri hæða og bílskýrs. Faðirinn afsalaði svo jarðhæðinni til dóttur sinnar formlega sama ár, nema hvað að afsalið var ekki formlega vottað svo það fékkst ekki þinglýst.

Dóttirin greindi frá dómara frá því að það hefði alla tíð verið ótvíræður skilningur aðila að hún væri eigandi jarðhæðarinnar, og foreldrar hennar eigendur efri hæða.

Eftir að faðirinn lést sat móðirin í óskiptu búi. Þegar heilsu móðurinnar fór að hraka fékk bróðirinn hana til að afsala efri hæðum og bílskúr til hans. Þessu mótmæltu systkini hans og fengu ógildingu með dómi.

Síðan lést móðirin. Þá krafðist bróðirinn þess að jarðhæðin rynni inn í dánarbúið með efri hæðunum.

Bróðirinn byggði kröfu sína á því að systir hans væri ekki þinglýstur eigandi, afsalið hefði ekki verið vottað og þinglýst, líkt og lög krefjist, og því gæti  hún ekki byggt eignarrétt á því.

Dómari taldi það ekki ráða úrslitum að afsalið væri ekki vottað og þinglýst. Óumdeilt væri að það væri vissulega undirritað af föður þeirra og að systirin hefði búið á jarðhæðinni alla tíð frá því að eignin var keypt. Einnig styðji það eignarétt systurinnar að hún hafi undirritað eignaskiptayfirlýsingu. Hin systkini þeirra styddu systur sína í málinu þó svo að með því yrðu eignir dánarbúsins minni og því þeirra hluti minni.

Einnig þótti dómara það styðja málið að þau  hefðu keypt aðlæga íbúð og opnað á milli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“
Fréttir
Í gær

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur
Fréttir
Í gær

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys