fbpx
Fimmtudagur 24.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ung hjón unnu rúmar 30 milljónir um helgina: „Þau ætla að byrja á að fagna útskrift“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2019 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þau voru kát og brosandi ungu hjónin sem mættu í höfuðstöðvar Íslenskrar getspá til þess að vitja vinnings, en þau voru ein af þremur sem unnu sjöfalda Lottópottinn síðasta laugardag og fengu rúmar 34,5 skattfrjálsar milljónir í vinning. Vinningsmiðann höfðu þau keypt hjá Olís í Norðlingaholti.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenskri getspá. Eins og kunnugt er var lottópotturinn um helgina um hundrað milljónir króna.

„Hjónin eiga tvö ung börn og eru búsett á höfuðborgarsvæðinu, þau ætla að byrja á að fagna útskrift, greiða niður námslán og einnig íhuga þau frekari nám nú þegar áhyggjur af fjármálunum eru úr sögunni.“

Í tilkynningunni segir að hinir tveir heppnu vinningshafarnir hafi keypt miðana sína inn á lotto.is og fengu þeir því mjög ánægjulegt símtal frá Íslenskri getspá þar sem þeim var tilkynnt gleðifréttirnar.

„Sá fyrri sem fékk símtalið var karlmaður utan af landi en hann hafði fylgst með útdrættinum og var búinn að sjá tölurnar sínar dregnar út og beið hann því spenntur eftir símtalinu góða. Hinn vinningshafinn kona í Reykjavík vissi ekki enn af vinningnum svo símtalið kom henni skemmtilega mikið á óvart og var hún varla að trúa fréttunum.“

„Íslensk getspá óskar öllum vinningshöfunum innilega til hamingju og þakkar þeim og öllum öðrum lottóspilurum fyrir stuðninginn við eignaraðila Getspár sem eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Öryrkjabandalag Íslands og Ungmennafélag Íslands, sá stuðningur skiptir miklu máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“
Fréttir
Í gær

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur
Fréttir
Í gær

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys