fbpx
Fimmtudagur 24.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Stefán sakfelldur: Þóttist vera lögreglumaður og handtók hótelstarfsmann

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2019 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Georg Ármannsson var í gær  sakfelldur fyrir furðulegt afbrot sem hann framdi fyrir rúmlega þremur árum, eða laugardagskvöldið 26. mars árið 2016. Hann kynnti sig þá sem lögreglumann fyrir þremur starfsmönnum CenterHotel við Laugaveg og handtók einn þeirra.

Stefán hafði fölsuð lögregluskílríki um hálsinn er hann gaf sig á tal við starfsmennina og spurði hann þá út í fíkniefni. Hann fór ofan í vasa eins mannsins og tók þaðan tóbak. Stefán fór síðan með manninn niður á lögreglustöð þar sem hann var handtekinn sjálfur. Í dómnum segir orðrétt, meðal annars:

Með trúverðugum og samhljóða framburði vitna sem hér hefur verið rakinn er sannað, gegn framburði ákærða, að hann hafi kynnt
sig sem lögreglumann, sýnt fölsuð lögregluskilríki því til sönnunar, leitað á brotaþolum og tekið tóbak af einum þeirra, en því næst dregið annan þeirra óviljugan um og farið með hann á lögreglustöð og meðal annars ýtt honum út á umferðargötu eins og lýst er í ákæru.
Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að brotaþolar hafi verið með nokkur fíkniefni eða viðhaft neina þá háttsemi sem gæti réttlætt aðgerðir ákærða umrætt sinn og verður því ekki fallist á að honum hafi verið heimil borgaraleg handtaka, sbr. 91. gr. laga nr. 88/2008, eins og hann byggir á.
Stefán var einnig ákærður fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot.
Fram kemur í dómnum að mennirnir sem urðu fyrir þessari háttsemi Stefáns hafi orðið mjög skelkaðir og hafi hann verið í annarlegu ástandi.
Stefán fékk ekki á sig ákæru vegnamálanna fyrr en í janúar á þessu ári en afbrotin áttu sér stað um þremur árum fyrr. Í dómnum eru þessar tafir virtar honum til refsilækkunar. Hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi og sviptur ökuleyfi ævilangt. Þá voru gerð upptæk hjá honum þrjú stykki af fíkniefninu MDMA.
Dóminn má lesa hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“
Fréttir
Í gær

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur
Fréttir
Í gær

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys