fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Náttúruspjöllin á Helgafelli tilkynnt til lögreglu: „Vinsamlegast slepptu því að rita nafnið þitt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2019 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfisstofnun hefur tilkynnt náttúruspjöllin sem unnin voru á Helgafelli á dögunum til lögreglu. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar.

Eins og DV greindi frá í gær var Maríu Elíasdóttur brugðið þegar hún fór á Helgafell á dögunum. Búið var að rita nöfn og önnur tákn, til dæmis reðurtákn, í mjúka móbergsklöppina.

„Það er eins og að hér hafi verið hópur að verki, þar sem þetta er heilmikil vinna,“ sagði María í samtali við DV.

„Svona áletrarnir eru skýrt brot á náttúruverndarlögum og gríðarleg vanvirðing gagnvart náttúru landsins, enda skilja brotin eftir sig skemmdir sem getur tekið veður og vinda tugi eða hundruð ára að afmá. Það sem verra er, svona athæfi geta virkað sem hvatning fyrir aðra til að gera slíkt hið sama. Umhverfisstofnun hefur tekið náttúruspjöllin við Helgafell til meðferðar og hefur tilkynnt brotin til lögreglu. Þá lýsir Umhverfisstofnun áhyggjum af utanvegaakstri og óvirðingu við náttúru landsins sem fjallað hefur verið um síðustu vikur,“ segir í frétt Umhverfisstofnunar.

Þá segir að náttúruspjöll séu lögbrot sem sæta viðurlögum. Hvetur stofnunin ferðalanga til að halda vöku sinni og tilkynna brot.

„Hjálpumst að við að halda náttúru okkar óspilltri. Ef það er ekki gestabók á fjallstindinum sem þú toppaðir, vinsamlegast slepptu því að rita nafnið þitt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð
Fréttir
Í gær

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni