fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Nágrannaerjur á Vesturlandi: Vífill hótaði að drepa leigusalann ef hann borgaði ekki trygginguna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður nokkur sem heitir Vífill hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti. Samkvæmt dómi þá hótaði hann leigusala vinkonu sinnar með hafnarboltakylfu og var hann dæmdur jafnframt fyrir líkamsárás gagnvart leigusalanum.

Í dómi kemur fram að Vífill hafi aðfaranótt föstudagsins 5. júní 2015 bankað upp á hjá leigusala vinkonunnar og var hann vopnaður kylfu. Atvikið átti sér á Akranesi og má lesa úr dómi að vinkonan hafi búið á hæðinni fyrir neðan leigusalana, sem eru hjón. Þegar karlmaðurinn opnaði útidyrnar reyndi Vífill að ryðjast inn en maðurinn náði að verjast atlögunni með því að grípa í kylfuna, ýta Vífli út og loka dyrunum.

Þá sló Vífill með kylfunni í glerrúðu í útidyrahurðinni þannig að rúðan brotnaði og glerbrot þeyttust yfir karlmanninn þar sem hann stóð innan við hurðina, með þeim afleiðingum að hann hlaut grunnan skurð á enni, lítinn skurð aftan við vinstra eyra og lítinn skurð á vinstra handarbak. Að lokum hótaði hann að drepa eiginkonu mannsins ef þau „greiddu ekki leigu fyrir tiltekinn tíma“ og ef þau hringdu á lögreglu.

Þegar lögregla mætti á vettvang var Vífill á neðri hæðinni með leigjandanum, konu sem var ekki viðræðuhæf vegna ölvunar. Áfengislykt lagði af Vífli en ekki sást mikið á honum. Eiginkonan sem leigði konunni íbúðina sagði við lögreglu að þau hafi staðið í erjum við konuna vegna leigugreiðslna og ástands íbúðarinnar. Kom fram í vitnisburði fyrir héraðsdómi að hún hafi ætlað „að senda einhvern handrukkara þarna upp“.

Vífill var ekki dæmdur fyrir líkamsárás þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi en Landsréttur taldi að  skammur tími hafi liðið á milli þess að leigusalinn náði að loka útidyrunum þar til Vífill lamdi í glerrúðuna með kylfunni þannig að hún mölbrotnaði. Ljóst þykir að hann hafi þurft að beita talsverðu afli til þess og auk þess var ljóst að leigusalinn var rétt innan við hurðina. Því var hann sakfelldur fyrir líkamsárás.

Líkt og fyrr segir þá var Vífill dæmdur í 90 daga skilorðsbundið fangelsi en helsta ástæða þess að hann fær ekki þyngri dóm er hve mikill dráttur var á meðferð málsins, atvikið átti sér stað árið 2015 en svo liðu tvö ár þar til hann var ákærður og svo annað ár þar til hann var dæmdur í héraði.  Hann þarf þó að greiða talsverðar upphæðir; um 400 þúsund krónur til hjónanna, um eina milljón í málskostnað þeirra auk um 700 þúsund króna vegna áfrýjunarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Elías er látinn

Elías er látinn
Fréttir
Í gær

Sjálfboðaliði og eigandi að Skrauthólum í hár saman: „Vond lykt inni í herberginu og seinna fann ég dauða mús undir rúminu mínu“

Sjálfboðaliði og eigandi að Skrauthólum í hár saman: „Vond lykt inni í herberginu og seinna fann ég dauða mús undir rúminu mínu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilisleysi á Íslandi – Brýn þörf á úrræðum: „Við erum gleymdir hér og óttumst framtíðina“

Heimilisleysi á Íslandi – Brýn þörf á úrræðum: „Við erum gleymdir hér og óttumst framtíðina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sænsk félagsmálayfirvöld tóku ungabarn af íslenskri konu – Áður dæmd á íslandi fyrir að beita fimm önnur börn sín ofbeldi

Sænsk félagsmálayfirvöld tóku ungabarn af íslenskri konu – Áður dæmd á íslandi fyrir að beita fimm önnur börn sín ofbeldi