fbpx
Fimmtudagur 24.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kristján segist af gamla skólanum: „Já, ég er með karlrembu og hún er ykkur konum að kenna“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2019 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Jóhannsson óperusöngvari talar nokkuð tæpitungulaust í viðtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttir í þættinum Segðu mér á Rás 1. Þar viðurkennir hann fúslega að vera karlremba en bætir því þó við að það sé konum að kenna.

Kristján segist vera tuðari og af gamla skólanum. „Ég er nú af svokölluðum gamla skóla og hann er bara langbesti skólinn. Það er alltaf þetta fjandans væl. Þá tuða ég. Það er kominn smá kall í mann. Karlremba er nauðsynleg,“ segir Kristján.

Í viðtalinu er Kristján spurður hvort hann hafi smitast af ítölsku karlrembunni, en þar hefur hann búið í nærri tíu ár. „Já ég er með karlrembu og hún er ykkur konum að kenna. Hún er mæðrum að kenna,“ segir hann. Hann segir ítalska karlmenn vera sjálfhverfa vælara.

„Þetta er þeim í blóð boðið frá mæðrum. Þessar mæður eru vitlausar þegar fyrsti sonurinn fæðist og þær láta þannig fram að fimmtugu. Það er í eðli mæðra að elska syni. Það er líka í eðli feðra að elska dæturnar meira. Það geri ég geri það allavega.“

Viðtalið má hlusta í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“
Fréttir
Í gær

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur
Fréttir
Í gær

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys