fbpx
Fimmtudagur 24.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Gunnar Smári: „Laun íslenskra ráðherra eru út úr öllu korti“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og stofnandi Sósíalistaflokksins, kveðst vera sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, um að lækka þurfi laun ráðherra.

Sigmundur lagði fram tillögu á þingi í gær um að laun ráðherra myndu lækka talsvert. Sagði hann að tilgangurinn væri að jafna kjör og draga úr launamun þingmanna annars vegar og ráðherra hins vegar. Eins og Fréttablaðið bendir á í dag hefðu laun ráðherra, forsætisráðherra þar á meðal, orðið lægri en launin sem Sigmundur og aðrir formenn stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu fá.

Ef tillagan hefði verið samþykkt hefðu laun forsætisráðherra farið úr 2.021 þúsund krónumá mánuð í 1.596 þúsund. Laun annarra ráðherra hefðu farið úr 1.826 þúsund krónum í 1.431 þúsund krónur. Tillaga Sigmundar var felld með 35 atkvæðum gegn 9. Fimm þingmenn sátu hjá.

„Auðvitað hefur Sigmundur rétt fyrir sér; laun íslenskra ráðherra eru út úr öllu korti. Fram hefur komið að íslenskir ráðherrar séu með hæst launuðu stjórnmálafólki í heiminum ásamt íslenskum borgar- og bæjarstjórum,“ segir Gunnar Smári og bætir við að pólitík eigi að vera fyrir fólk sem vill láta gott af sér leiða. Ekki einstaklinga sem sækist eftir hærri launum en það getur fengið annars staðar.

„Horfið yfir ríkisstjórnina og svarið eftirfarandi: Væri þetta fólk einhvers staðar með um og yfir tvær milljónir á mánuði, alla risnu greidda og bíl og bílstjóra að auki? Laun ráðherra og bæjarstjóra eiga að vera á pari við laun skólastjóra í grunnskóla og laun þingmanna á borð við yfirkennara. Allt umfram það er þjófnaður elítu sem kemst upp með að moka undir rassinn á sjálfum sér, allt þar til almenningur rís upp og varpar þessari byrði af sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“
Fréttir
Í gær

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur
Fréttir
Í gær

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys