Sunnudagur 26.janúar 2020
Fréttir

Tara ósátt við dóminn yfir Hildi – Dómurinn aðför að tjáningar- og kvenfrelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 21:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu, er ósátt við dóm héraðsdóms Reykjavíkur í dag yfir þeim Hildi Lilliendhal Viggósdóttur og Oddnýju Arnarsdóttur sem voru dæmdar til greiðslu miskabóta vegna ummæla sinna um tvo menn í Hlíðahverfi sem lágu undir grun um kynferðisbrot í nóvember árið 2015 en voru síðan aldrei ákærðir og málið látið falla niður.

Um er að ræða hið svokallaða Hlíðamál en það vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Fréttablaðið hélt því fram í forsíðufrétt af málinu að íbúð mannanna tveggja hefði verið útbúin til nauðgana. Mennirnir voru hins vegar ekki dæmdir í gæsluvarðhald og af þeirri ástæðu reis upp mikil mótmælaalda. Oddný og Hildur skipulögðu þá mótmæli fyrir utan lögreglustöðina á Hlemmi. Fréttakona Stöðvar 2 sem lýsti mótmælunum sagði meðal annars: „Byltingin er hafin“.

Mennirnir tveir sem bornir voru sökum eru sagðir hafa orðið að flýja land vegna heiftarinnar gegn sér og mannorð þeirra verið lagt í rúst.

Tara fer yfir málið í nokkuð löngum pistli á Facebook-síðu sinni í dag og minnir á að ummæli Hildar hafi verið látin falla í samhengi við þann fréttaflutning sem var í gangi af málinu, en ummælin voru eftirfarandi:

„… þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum 
SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“

Tara segir tilgang málatilbúnaðarins vera þann að slá á puttana á femínistum. Hún skrifar:

„Það er engin tilviljun að Hildi var stefnt, sem sést hvað best af orðum dómsins um að hún sé ekki “ein um að telja sig hafa fundið göfugan málstað til að verja” og að sérstaklega sé tekið fram að “engum manni skuli fórnað í þágu málsstaðar”. Þetta mál var fyrst og fremst höfðað til að slá á puttana á femínistum og baráttufólki fyrir kvenréttindum. Það var höfðað til að þagga niður í okkur og kenna okkur að halda okkur á mottunni. Hætta að gagnrýna og krefjast breytinga á gerendavænu réttarkerfi. Að mínu mati er dómurinn að tjáningar- og kvenfrelsi. Og enn er ástæða til að rifja upp myllumerkið frá því í nóvember 2015. Því það eru svo sannarlega ekki mínir #almannahagsmunir.“

Tara segir jafnframt að ummæli Hildar hafi verið lágstemmd miðað við mörg önnur ummæli sem féllu um málið:

„Okkur blöskraði öllum, við vorum öll að sturlast úr reiði og orðin langþreytt á að horfa á íslenskt réttarkerfi bregðast þolendum kynbundins ofbeldis trekk í trekk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Ekki í tísku að axla ábyrgð

Ekki í tísku að axla ábyrgð
Fréttir
Í gær

Voru morðingjar Geirfinns með hann í Vestmannaeyjum? Dularfullir menn í jakkafötum – Rænulítill maður sagði „mundu eftir mér“

Voru morðingjar Geirfinns með hann í Vestmannaeyjum? Dularfullir menn í jakkafötum – Rænulítill maður sagði „mundu eftir mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur varar við stórslysi: „Það sést ekkert hérna“

Þórólfur varar við stórslysi: „Það sést ekkert hérna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Björg líkir heimilinu við fangelsi – Fatlaður sonur fær engan stuðning – „Þetta er búið að vera helvíti“

Anna Björg líkir heimilinu við fangelsi – Fatlaður sonur fær engan stuðning – „Þetta er búið að vera helvíti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingum boðið að flytja inn löglegt kínverskt kókaín – Selt í mjög stórum skömmtum

Íslendingum boðið að flytja inn löglegt kínverskt kókaín – Selt í mjög stórum skömmtum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur afhjúpar siðlaust bréf til íbúa Holtsflatar 8

Vilhjálmur afhjúpar siðlaust bréf til íbúa Holtsflatar 8
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta lægð kemur í kvöld: Snjókoma í öllum landshlutum

Næsta lægð kemur í kvöld: Snjókoma í öllum landshlutum