fbpx
Fimmtudagur 24.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Mynd dagsins: Skrifstofustúlka óskast, jarðarförin tilkynnist síðar

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson birti ansi áhugaverða mynd á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

Myndin er frá Atvinnudeild Háskólans, þar sem ansi óvenjuleg atvinnuauglýsing birtist.

Skrifstofustúlka sem kann vjelritun óskast. Enskukunnátta nauðsynleg. Laun skv. Launalögum. Umsóknir Jarðarförin tilkynnist síðar.

Auglýsingin er að mestu leiti hefðbundin, allavega miðað við tíðaranda. Þó verður að teljast furðulegt þegar talað er um jarðarför í atvinnuauglýsingu, sérstaklega þegar leitað er að skrifstofustúlku en ekki prestur eða útfararstjóri.

Mögulega er um einhverskonar prentvillu að ræða. Í athugasemdakerfinu bendir einn einstaklingur á að þarna hafi mögulega einhver gleymt að skipta út línu, en það voru víst mistök sem gátu gerst þegar fólk notaði þessar svokölluðu ritvélar á árum áður.

Í athugasemdunum eru fleiri tilgátur: annar bendir á að þarna sé um að ræða atvinnutilboð til eilífðar og sá þriðji vill meina að verkfall hjá prentsmiðjunni hafi átt sér stað um þær mundir sem auglýsingin birtist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“
Fréttir
Í gær

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur
Fréttir
Í gær

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys