fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Lúsmýið komið til að vera og herjar líka á höfuðborgarsvæðið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krem við lúsmýsbiti kláruðust í lyfjaverslunum helgina og fjöldi fólks leitaði á læknavaktir. Sérfræðingur segir að lúsmýið sé komið til að vera og fólk þurfi einfaldlega að venjast því. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Lúsmý eru örsmáar flugur, aðeins um 1,5 millimetrar. Þetta eru blóðsugur sem nærast á öðrum smádýrum, fuglum og spendýrum. Kjörskilyrði lúsmýsins eru hlýindi, þurrkur og kyrrviðri eins og ríkti á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga allt þar til í dag. Lúsmýið leitar inn í hús og bítur fólk um nætur. Sérfræðingur í viðtali við Stöð 2 sagði að hægt væri að verjast lúsmýinu með því skapa vind í húsum, hafa til dæmis borðviftu í gangi nálægt rúmi.

Hann sagði að lúsmýið væri komið til að vera og myndi dreifast um allt land. Íslendingar yrðu að venjast því eins og nágrannaþjóðirnar.

Sjá einnig:

Plágan snýr aftur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð
Fréttir
Í gær

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni