fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Hjördís aldrei séð annað eins: „Þetta hverfur bara um leið“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2019 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum ekki séð annað eins,“ segir Hjördís Björk Ólafsdóttir, lyfjafræðingur í Apótekaranum á Selfossi, í Morgunblaðinu í dag.

Óhætt er að segja að lúsmý hafi látið til sín taka að undanförnu og hafa sumarhúsaeigendur á Suðurlandi orðið varir við þessa agnarsmáu flugu. Flugnafælur hafa selst upp að undanförnu enda hafa ófáir verið bitnir af flugunum. „Við kaupum hundrað fælur stanslaust en þetta hverfur bara um leið,“ segir hún.

Hjördís bætir við að flugnafælur eins og lavender- og tea tree-olía séu uppseldar ásamt sterakreminu Mildison og Xylocain-dreifikremi. Þá segir hún að moskítófæla virki gegn lúsmýinu, til dæmis Moustidose Deet. Hægt er að berjast gegn lúsmýinu með fleiri aðferðum, til dæmis með því að bera lavender og tea tree-olíu í glugga og rúmföt og loka gluggum fyrir klukkan sjö á kvöldin.

Lúsmý eru örsmáar flugur, aðeins um 1,5 millimetrar. Þetta eru blóðsugur sem nærast á öðrum smádýrum, en margir telja að bit lúsmýs séu verri en moskítóbit. Lítið er vitað um útbreiðslu lúsmýs á Íslandi. Þessar skæðu flugur virðast halda sig að mestu á Suðvestur- og Vesturlandi og í fyrra gerðu þær íbúum á höfuðborgarsvæðinu lífið leitt. Fjölmiðlakonan Hildu Helga Sigurðardóttir greindi nýverið frá því á Facebook að lúsmý væri farið að herja á íbúa í Hveragerði og þá kvörtuðu tónlistarmennirnir Karl Tómasson og Bubbi Morthens, sem búa báðir við Meðalfellsvatn, undan bitum flugunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð
Fréttir
Í gær

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni