fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Dómur fallinn yfir ofbeldismanni Emilíönu – Segist verða miklu lengur að jafna sig en hann situr inni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst sex mánuðir vera alveg ógeðslega ósanngjarnt, ég verð miklu lengur en sex mánuði að jafna mig og vinna úr því sem búið er að koma fyrir mig,“ segir Emilíana Bened Andrésardóttir í tilkynningu á Facebook-síðu sinni, en dómur féll í dag yfir barnsföður hennar sem frelsissvipti hana og beitti hana hrottalegu ofbeldi í þrjár klukkustundir. Hlaut hann sex mánaða fangelsi. Einnig þarf hann að greiða skaðabætur en Emiliíana segir að peningar bæti ekki upp það sem kom fyrir hana.

Emliíana var í viðtali í DV í síðustu viku þar sem hún lýsir þessari óhugnanlegu lífsreynslu. Þar segir meðal annars um ofbeldi barnsföðurins:

„Þá braut hann allt inni í íbúðinni minni, þar á meðal persónulega hluti sem voru mér mjög kærir. Hann mölbraut til dæmis bakarofninn. Lögreglan mætti á staðinn en þá var hann búinn að hlaupa út. Ég var spurð að því hvort hann hefði lagt hendur á mig. Ég sagði að hann hefði hrint mér og ég dottið á skápahurð.“

Einnig segir Emliíana að mörg atvikin hafi verið svo alvarleg að hún hefði verið sannfærð um að hún myndi deyja. Oft hafi barnsfaðir hennar beitt hana ofbeldi fyrir framan dóttur þeirra eða á meðan hún  hélt barninu í fanginu.

„Í eitt skipti reyndi ég að hlaupa með hana út um nóttina. Hann reif mig upp á hárinu við útidyrnar og negldi hausnum á mér aftur og aftur í vegginn þannig dóttir okkar hristist og hristist og við vorum báðar skælandi. Það blæddi úr hausnum á mér. Dóttir okkar var þarna fimm mánaða og rétt byrjuð að halda haus. Hún hefði auðveldlega getað dáið.“

Sjá einnig:

Frelsissvipt af barnsföður sínum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga