fbpx
Miðvikudagur 15.júlí 2020
Fréttir

Dagfinnur er látinn – Fyrirmynd Ómars Ragnarssonar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2019 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagfinnur Stefánsson, flugstjóri og einn stofnenda Loftleiða, lést síðastliðinn sunnudag. Hann var 93 ára. Frá þessu greinir Morgunblaðið. Óhætt er að segja að Dagfinnur hafi verið frumkvöðull í íslenskri flugsögu og er talið að hann hafi flogið vel yfir 30 þúsund flugtíma á ævi sinni. Hann starfaði sem flugstjóri hjá ýmsum félögum, svo sem Flugleiðum, Air Bahama og Cargolux.

Dagfinnur sinnti sjálfboðastarfi sem flugstjóri fyrir hjálparsamtök. Bæði fyrir samtökin Orbis, alþjóðleg hjálparsamtök á sviði augnlækninga, sem og flug með matvæli til Biafra. Hann er sagður hafa átt hugmyndina að því að nota DC3-vél til landgræðslu eftir að flugvélin hafði lokið hlutverki sínu sem farþegavél.

Dagfinnur hlaut íslensku fálkaorðu þann 17. júní 2014 fyrir brautryðjandastörf á vettvangi flug- og samgöngumála. Börn Dagfinns eru Inga Björk, Stefán og Leifur Björn, barnabörn eru fimm og barnabarnabörn þrjú.

Ómar Ragnarsson, skemmtikraftur með meiru, sagði í bloggfærslu fyrir sex árum að Dagfinnur væri ein hans helsta fyrirmynd, auk Magnúsar Norðdal Ekki síst vegna þess að Dagfinnur flug enn þó hann væri að nálgast nírætt. „Bestu listflugmenn heims eru ungir og fara í harðar líkamsrækt oft í viku, jafnvel daglega. Dagfinnur og Magnús eru stórkostlegar fyrirmyndir fyrir fólk á öllum aldri sem vill nýta líf sitt sem lengst og best,“ skrifaði Ómar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Farþegar frá Noregi, Danmörku og Finnlandi þurfa ekki að fara í skimun

Farþegar frá Noregi, Danmörku og Finnlandi þurfa ekki að fara í skimun
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Helgi Már sveik háar fjárhæðir út úr banka og borgaði handrukkara

Helgi Már sveik háar fjárhæðir út úr banka og borgaði handrukkara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Miklu verra að segjast vera hægri sinnaður heldur en hommi“

„Miklu verra að segjast vera hægri sinnaður heldur en hommi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Afslættir veittir af hæfniskröfum nýs eldvarnarsviðs HMS á Sauðárkróki

Afslættir veittir af hæfniskröfum nýs eldvarnarsviðs HMS á Sauðárkróki
Fréttir
Í gær

Segir háseta á Herjólfi fá rúmlega milljón á mánuði

Segir háseta á Herjólfi fá rúmlega milljón á mánuði
Fréttir
Í gær

KAPP kaupir Kistufell

KAPP kaupir Kistufell
Fréttir
Í gær

Fjölskylda flýr hrottafullt ofbeldi í Grindavík – Myndband ekki fyrir viðkvæma

Fjölskylda flýr hrottafullt ofbeldi í Grindavík – Myndband ekki fyrir viðkvæma
Fréttir
Í gær

Kári reddar málunum í bili

Kári reddar málunum í bili
Fréttir
Í gær

Segja Samherja hafa fjármagnað kosningabaráttu stjórnarflokksins í Namibíu

Segja Samherja hafa fjármagnað kosningabaráttu stjórnarflokksins í Namibíu