Föstudagur 13.desember 2019
Fréttir

Dætur Hjördísar Svan með ákall: „Af hverju var okkur ekki trúað?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 14:22

Hjördís Svan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjár dætur Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, 12, 13 og 15 ára, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum, þar sem lögð er til fangelsisrefsing allt að fimm árum fyrir tálmun á umgengni foreldris við barn. Stundin vekur athygli á þessu.

Árið 2013 sótti Hjördís dætur sínar ólöglega til barnsföður síns til Danmerkur og flutti til Íslands. Hlaut hún fyrir það 18 mánaða dóm og sat inni í 9 mánuði. Vorið 2018 fékk hún hins vegar fullt forræði yfir dætrunum.

Í umsögn sinni um tálmunarfrumvarpið skrifa systurnar meðal annars:

„Við höfum upplifað það að mamma okkar var tekin í burtu frá okkur og send í fangelsi í Danmörku. Það sem við upplifðum á ekkert barn að þurfa að upplifa. Mamma okkar gerði allt til þess að forða okkur frá ofbeldi.

Hún kom með okkur til Íslands eftir að ein af okkur var lögð inn á spítala með áverka eftir ofbeldi. Það endaði þannig að íslenska lögreglan tók okkur og kom okkur upp í flugvél til Danmerkur.“

Systurnar segjast ekki ætla á þessum vettvangi að rekja ofbeldið sem þær hafi orðið fyrir en segjast aðeins hafa getað rætt við móður sína tvisvar í viku fimm mínútur í senn á meðan hún sat í fangelsi. Þær skrifa enn fremur í umsögn sinni:

Það er svo skrýtið að lesa td. Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna en hann hangir uppi í flestum skólum. Þar kemur fram að öll börn eigi rétt á vernd og að það eigi að hlusta á börn. Það var ekki hlustað á okkur og aftur og aftur brást fólk sem átti að hjálpa. Afhverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi? Við ætlumst til þess að þið hugsið um velferð og öryggi barna, þetta frumvarp bitnar verst á börnum. Í umræðum um mömmu á netinu er hún kölluð tálmunarmóðir, það ætti að fara skoða merkinguna á því orði vegna þess að í okkar huga er tálmun = vernd.

Fimm ára fangelsi fyrir tálmun – frumvarpið fellt á Alþingi

Flutningsmenn frumvarps 126/149 um breytingar á barnalögum eru allt þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum en fyrsti flutningsmaður þess er Brynjar Níelsson. Hinir eru Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Páll Magnússon.

Frumvarpið má lesa í heild hér en það gerir ráð fyrir allt að fimm ára fangelsi fyrir tálmun.

Frumvarpið hefur þegar verið fellt á Alþingi og lýsti Brynjar Níelsson yfir mikilli óánægju með niðurstöðuna eins og lesa má um í þessari frétt. Sagði hann meðal annars:

„Til að stemma stigu við þessu ofbeldi lagði ég fram frumvarp um breytingu á barnaverndarlögum, ásamt nokkrum öðrum, þar sem lagt var til með skýrum hætti að sömu viðurlög giltu um þessu brot og önnur alvarleg andleg og líkamleg brot gegn börnum og að barnaverndaryfirvöld hefðu sömu úrræði og þau hefðu í öðrum vanrækslumálum gagnvart börnum. Gekk ég út frá því sem vísu að þingheimur tæki nú undir meginmarkmið þessa frumvarps. Reyndin varð samt önnur.“

Sakaði Brynjar þá þingmenn sem kusu gegn frumvarpinu um hræsni þar sem þeir stæri sig vanalega af baráttu gegn ofbeldi og að bera velferð barna fyrir brjósti. Segir hann þingmenn hafa beitt hártogunum í andstöðu sinni við málið:

„Þeir flokkar sem sí og æ stæra sig af því að vera í baráttu gegn hvers kyns ofbeldi og vera mjög umhugað um velferð barna börðust hatrammlega gegn frumvarpinu og hafa komið í veg fyrir að hægt sé að greiða atkvæði um málið. Flestir áttu nú erfitt með að útskýra andstöðu sína sína við málið og því var farið í hártogun um að viðurlögin væru of harkaleg og það væri ekki gott fyrir börnin að mæður færu í fangelsi. Að vísu þarf enginn að fara í fangelsi en rétt er að benda á að fangelsin eru uppfull af feðrum og enginn hefur áhyggjur af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Eitt versta veður sem menn muna eftir í Vestmannaeyjum – Lögregla hugsi yfir lausum ruslatunnum

Eitt versta veður sem menn muna eftir í Vestmannaeyjum – Lögregla hugsi yfir lausum ruslatunnum
Fréttir
Í gær

Íslenskar mæður vara við Böðvari: „Í dag lækaði hann óvart mynd af dóttur minni“

Íslenskar mæður vara við Böðvari: „Í dag lækaði hann óvart mynd af dóttur minni“
Fréttir
Í gær

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun
Fréttir
Í gær

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl