fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ebólu vírusinn tekur við sér – 2.100 ný tilfelli af sjúkdómnum – 1.400 hafa látist

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 17. júní 2019 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppkoma ebólu í Vestur-Afríku á árunum 2013-2016 var mesta dreifing á sjúkdómnum í sögunni. Yfir 11.000 manns dóu og sjúkdómurinn dreifðist til 10 landa, þar á meðal Spánar og Bandaríkjanna.

Nú hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin aftur lýst yfir neyðarástandi vegna sjúkdómsins. Neyðarástandið er ekki orðið alþjóðlegt en sem stendur nær það yfir Kongó og Úganda.

Sameinuðu þjóðirnar lýstu því yfir, að ekki væri um neyðarástand á heimsmælikvarða að ræða en engu að síður sé uppkoma sjúkdómsins afar óvenjuleg.

Í þessari nýju uppkomu á ebólu hafa komið upp 2.100 tilfelli af sjúkdómnum, af þeim hafa 1.400 manns dáið.

Jeremy Farr, framkvæmdastjóri Wellcome Trust samtakanna segir ástandið vera óhugnarlegt og að það sé ekkert sem bendir til þess að það lagist í nánustu framtíð.

„Það er vafalaust að ástandið er að stigmagnast í áttina að því hræðilega ástandi sem var í Vestur-Afríku á árunum 2013-2016. Það er áríðandi að við sjáum breytingar í viðbrögðum svo það sé hægt að stöðva dreifinguna og bjarga lífum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi