fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Davíð finnst ólíklegt að Jón Þröstur sé á lífi: „Þú veist aldrei hvað er að brjótast um í höfðinu á fólki“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 16. júní 2019 20:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Karl Wiium segist vera búinn að sætta sig við slæma niðurstöðu í máli bróður hans, Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. Hann telur að ekkert saknæmt hafi átt sér stað sem olli hvarfinu og líklegt að bróðir hans hafi tekið afdrifaríka ákvörðun.  Þetta kom fram í fréttatíma Stöðvar 2.

Davíð Karl segir málið hafa hvílt þungt á aðstandendum Jóns. Flest systkini Jóns hafa verið meira og minna í Dublin frá hverfinu að leita og bíða. Davíð Karl er kominn heim til Íslands. Hann segir stöðuna þannig að þó hann sakni bróður síns og hafi hann ávallt nærri í huga og hjarta þá hafi Davíðs sjálfur sína eigin fjölskyldu sem þarfnast hann.

Ég varð bara að fá málalok til að geta verið sjálfur til staðar, sérstaklega fyrir börnin mín og kærustu, sagði Davíð í samtali við Stöð 2. Hann heldur enn í vonina, þó hún sé þó orðin tiltölulega veik, enda langur tími liðinn og ekkert til Jóns spurst. Hann telur allar líkur á því að bróðir hans sé dáinn.

„Ef við horfum bara mjög raunsætt á stöðuna þá er hún ekki góð, hún er mjög svört“

Móðir þeirra, Hanna Björk Þrastardóttir, var á sama máli þegar hún ræddi við DV á dögunum. Hún telur einu skýringuna á hvarfinu að Jón hafi tekið eigið líf.

Davíð Karl var spurður út í ummæli móður sinnar, og hvort það hefði vakið erfiðar tilfinningar meðal aðstandenda Jóns.„Nei nei, ekkert frekar. Þetta er búið að liggja þungt á okkur í marga mánuði og það hafa verið fjölmiðlaumfjallanir og margt gengið á í rauninni. Þetta er auðvitað bara hennar tilfinningar og hennar sýn á málið og það ber að virða það,“ segir Davíð sem segist vera að mörgu leyti sammála móður sinni.

Móðir þeirra telur að aðilar sem hafi verið í samskiptum við Jón Þröst í aðdraganda hvarfsins búi yfir upplýsingum, sem þeir hafi ekki deilt með fjölskyldu eða lögreglu. Telur hún að þessar upplýsingar geti varpað ljósi á hvers vegna Jón Þröstur, ábyrgðarfullur fjölskyldumaður, hafi tekið jafn afdrifaríka ákvörðun.

Þessu er Davíð Karl ekki alveg sammála. Ákvörðun um að taka eigið líf eigi sér nokkur aðdraganda, lengri aðdraganda heldur en einn sólarhring.

„Það hafa þá verið einhverjir aðrir hlutir sem hafa haft eitthvað með það að gera. Þetta er oftast ekki ákvörðun sem er tekin í mikilli fljótfærni nema einhver undirliggjandi vandamál eða aðstæður eru til staðar. Þannig hvað gæti hafa gerst um kvöldið áður eða morguninn tel ég að sé ekki úrslitavaldur að því sem gerðist.“

Þó svo Davíð Karl og Jón Þröstur hafi verið nánir, þá þýði það ekki að Davíð geti fullyrt að bróðir sinn hafi ekki glímt við þunglyndi.

„Þú veist aldrei hvað er að brjótast um í höfðinu á fólki“

Veika vonin lifir þó enn í hjarta hans og vonast Davíð Karl eftir einhverjum málalokum svo aðstandendur geti syrgt. Hann er sjálfur farinn að syrgja bróður sinn og segir að sumir aðstandendur hafi leitað eftir aðstoð sálfræðinga. Þetta þýðir þó ekki að málinu sé lokið.

„Málinu verður haldið til streytu og vonandi bara gerist eitthvað“

 

Fólk með sjálfsvígshugsanir er bent á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar hér: https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717
Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jarðskjálfti í Torfajökli

Jarðskjálfti í Torfajökli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Tæknibyltingin bíður ekki eftir okkur og það er gróf vanræksla að ætla að bíða eftir að harmleikur gerist”

„Tæknibyltingin bíður ekki eftir okkur og það er gróf vanræksla að ætla að bíða eftir að harmleikur gerist”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari segist virða gagnrýnina sem hann fær á sig

Ari segist virða gagnrýnina sem hann fær á sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nærmynd af ríkislögreglustjóra – Haraldur víkur ekki í skugga harðrar gagnrýni

Nærmynd af ríkislögreglustjóra – Haraldur víkur ekki í skugga harðrar gagnrýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásta Guðrún segist með áfallastreitu vegna Birgittu: „Ég er með kökk í hálsinum af kvíða“

Ásta Guðrún segist með áfallastreitu vegna Birgittu: „Ég er með kökk í hálsinum af kvíða“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Albert borinn til grafar í dag: „Fólk er að deyja úr þessum grimma sjúkdómi“

Albert borinn til grafar í dag: „Fólk er að deyja úr þessum grimma sjúkdómi“