fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

86 mál skráð hjá lögreglu í nótt: – Skemmdi tré og staura

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 16. júní 2019 09:20

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan hafði nóg um verkefni í nótt, en alls voru skráð 86 mál frá því klukkan 17:00 í gærkvöldi til 05:00 í morgun.

Lögregla hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi að skemma tré og staura við grunnskóla í hverfi 108. Verður maðurinn kærður fyrir eignaspjöll og brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar.

Afskipti voru höfð af konu klukkan að ganga níu í gærkvöldi en hún hafði ekki borgað fyrir leigubíl. Konan verður kærð fyrir fjársvik.

Klukkan að ganga fjögur í nótt var kona handtekin í miðbænum grunum um líkamsárás gegn dyraverði. Konan neitaði að segja til nafns eða leggja fram skilríki og var vistuð í fangageymslu.

Lögreglan var með umferðareftirlit á Hafnarfjarðarvegi í nótt þar sem ástand ökumanna og ökuréttindi voru könnuð. Afskipti voru höfð af 120 ökumönnum og þrír af þeim handteknir grunaðir um ölvunarakstur.

Lögreglan var einnig við hraðamælingar á Suðurlandsvegi í gærkvöldi. Fjórtán ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs á 2 klukkustundum.

Nokkrir voru handteknir grunaðir um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum vímuefna.

Lögregla þurfti einnig að sinna mörgum kvörtunum um tónlistarhávaða í heimahúsum, framkvæmdahávaða á vinnustöðum og frá skemmtistöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu