fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Þrír í haldi lögreglu: Umfangsmikil rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júní 2019 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír einstaklingar eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, en þremenningarnir, sem voru handteknir fyrr í vikunni, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

„Rannsókn lögreglu snýr m.a. að fíkniefnamisferli og peningaþvætti, en ráðist var í þrjár húsleitir vegna þessa og var um umfangsmiklar aðgerðir að ræða. Rannsókn málsins hefur staðið yfir undanfarnar vikur, en hinir handteknu eru á fertugs- og fimmtugsaldri. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir lögregla.

Þess er svo getið að fjórir aðrir eru í haldi lögreglu í óskyldu máli sem einnig snýr að skipulagðri brotastarfsemi, en þeir voru handteknir í síðustu viku og úrskurðaðir í gæsluvarðhald eins og áður hafði verið greint frá.

Fyrrnefndar aðgerðir eru liður í baráttu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi.

„Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

North með nefhring!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja að ólögleg fíkniefnaleit sé stunduð á LungA

Segja að ólögleg fíkniefnaleit sé stunduð á LungA
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona í annarlegu ástandi sagaði niður tré

Kona í annarlegu ástandi sagaði niður tré
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar Erling Hermannsson er með mikilvæga tilkynningu – Boðar til fundar kl. 14

Ragnar Erling Hermannsson er með mikilvæga tilkynningu – Boðar til fundar kl. 14
Fyrir 3 dögum

Á meðan unga fólkið deyr

Á meðan unga fólkið deyr