fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hátt hlutfall ungra mæðra á Suðurnesjum – Mun hærra en annarsstaðar á landinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. júní 2019 08:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á landinu öllu eignuðust 6,8 stúlkur af hverjum 1.000, á aldrinum fimmtán til nítján ára, börn á árunum 2014 til 2018. Á Suðurnesjum var hlutfallið mun hærra eða 17 stúlkur af hverjum 1.000 á þessum aldri.

Þetta kemur fram í lýðheilsuvísum Landlæknisembættisins fyrir 2019. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Önnu Sigríði Jóhannesdóttur, bæjarfulltrúa og fulltrúa Lýðheilsuráðs Suðurnesja, að ekki liggi ein ástæða að baki þessu háa hlutfalli ungra mæðra á Suðurnesjum.

„Við erum að stækka mjög hratt og hér býr mikið af ungu fólki. Einnig hefur heilsugæslan hér setið á hakanum miðað við önnur bæjarfélög og góð heilsugæsla er stór þáttur í því að auka heilsueflingu allra bæjarbúa.“

Er haft eftir henni. Aðspurð sagði hún að mikið hafi verið lagt í að auka forvarnir, menntun og atvinnutækifæri og stefnt sé að fjölgun starfa sem krefjast háskólamenntunar. Þá hafi einnig verið unnið að eflingu geðheilsu bæjarbúa en áhersla sé lögð á andlega og líkamlega heilsu á Suðurnesjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu