fbpx
Fimmtudagur 24.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Gísli Grétar tók konu kverkataki á Olís og fékk mánuð í fangelsi: Nauðgaði konu grímuklæddur og vopnaður hnífi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júní 2019 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Grétar Þórarinsson var á dögunum dæmdur fyrir fólskulega árás á konu sem hann virðist ekkert hafa þekkt fyrir. Samkvæmt dómi réðst hann á konu við Olís að Sundabraut, er konan sat í bíl sínum og átti sér einskis ills von. Hann reif í hana, sneri upp á buff sem hún hafði um háls sinn, ýtti með þumalfingri á háls hennar og hristi.

Athygli vekur að Gísli Grétar fær mjög vægan dóm fyrir þetta, 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Í dómi segir að samkvæmt framlögðu sakavottorði þá hafi hann ekki verið dæmdur til refsingar áður. Rétt er þó að geta þess að einungis einn maður heitir þessu nafni á Íslandi og var sá dæmdur í fjögurra ára fangelsi árið 1990 fyrir að nauðga konu grímuklæddur og vopnaður hnífi. Það mál er þó um þrjátíu ára gamalt og er væntanlega farið af sakavottorði.

Hvað sem því líður þá var Gísli Grétar nú dæmdur fyrir að ráðast á konu á Olís. Samkvæmt dómi þá virðist árásin hafa sprottið upp úr deilu á planinu. Atvikinu er lýst svo í frumskýrslu lögreglu:

„Hún kvaðst hafa verið nýbúin að setja olíu á bifreið sem hún ók og verið að aka á brott frá dælunum og þurft þá að aka bifreiðinni nokkrum sinnum aftur á bak og áfram þar sem bifreiðin sé löng og aðstæður þröngar. Þegar hún ætlaði að aka bifreiðinni aftur á bak hafi ákærði verið búinn að stilla sinni bifreið upp fyrir aftan bifreið hennar þannig að hún gat ekki bakkað. Hún hafi því flautað og gefið honum merki um að bakka en hann ekki  sinnt  því.  Þá  hafi  hún  farið  út  úr  bifreiðinni  og  gefið  honum  merki  um  að  færa sig.“

Þegar hún settist aftur í bíl sinn þá réðst Gísli Grétar á hana. Segir í dómi:

„Þegar  hún  hafi  verið  að  setjast  aftur  inn  í  bifreið  sína  hafi  ákærði  ráðist  á  hana, gripið um kraga á jakka sem hún var í og hert verulega að þannig að hún hafi átt erfitt með andardrátt. Síðan hafi hann þrýst henni inn í bifreið hennar og öskrað á hana og hrist  hana  þannig  að  hönd  hennar  hafi  ítrekað  slegist  utan  í  bifreiðina.  Síðan  hafi ákærði  gengið  til  baka  og  ekið  á  brott.“ 

Gísli sagði við yfirheyrslu hjá lögreglu að konan hafi verið með stæla og hann því ýtt við henni. Segir í dómi:

„Ákærði kvaðst hafa verið búinn að leggja bifreið sinni við bensínstöðina þegar bifreið  brotaþola,  sem  var  mjög  stór,  var  bakkað.  Hann  hafi  setið  í  bifreið  sinni  og flautað  en  dúndrandi  tónlist  hafi  borist  frá  hinni bifreiðinni.  Sú  bifreið  hefði  stöðvast en farið svo aftur af stað og hefði hann slegið í bifreiðina til að stoppa hana og farið að hurð  bifreiðarinnar  bílstjóramegin.  Konan  sem  var  ökumaður  hafi  þá  sagt  „hvaða helvítis  fokk,  ég  nenni  þessu  ekki, ég er búin að vera vakandi í tvo sólarhringa …“. Hún  hafi  farið  út  úr  bifreiðinni  og  hann  þá  ýtt  við  henni  en  kvaðst  ekki  muna  hvað hann hafi sagt við hana. Hún hafi verið með „attitude“ og það hafi fokið í hann og hann ýtt á hana. Þá hafi hann einnig haldið, líklega fast, í jakka hennar, að því er hann haldi, þar sem hann stóð í dyragættinni.“

Dómari taldi sannað, meðal annars vegna myndbandsupptöku, að Gísli hafi ráðist á konuna. Dómari taldi að árasin hafi verið tilefnislaus og fólskuleg. Hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og að greiða konunni um 160 þúsund í skaða-og miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“
Fréttir
Í gær

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur
Fréttir
Í gær

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys