fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

María hótar skemmdarvörgum getuleysi – „Og missir konuna í mörgum tilvikum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. júní 2019 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Morgunblaðinu í dag birtist heldur sérkennilegur pistill eftir Maríu Önn Þorsteinsdóttur, íslenskufræðing og framhaldsskólakennara. Hún segir að pistillinn sé raunar bréf úr álfheimum og í því hóta álfameyjar að gera íslenska menn getulausa ef þeir eyðileggi náttúruna.

„Kæra vina. Vegna góðra kynna okkar í tengslum við Ólafs sögu Þórhallasonar, álfasöguna miklu eftir vin okkar Eirík Laxdal, treystum við þér til að koma eftirfarandi á framfæri við ykkur ofanjarðarbúa. Við alfarar, eða álfar eins og þið kallið okkur, fylgjumst vel með ykkur þarna efra. Eins og kemur vel fram í sögu Eiríks og öðrum heimildum, þá búum við neðanjarðar og erum sérlega vel tengd náttúrunni og náttúruvísindum. Nýjustu fréttir af skemmdarverkum ykkar Nóabarna á dropasteinshellum okkar allra hafa snortið okkur djúpt. Það er rétt, sem skáldið Eiríkur sagði fyrir rúmum 200 árum, að heimsku ykkar eru lítil takmörk set,“ segir í pistli Maríu.

Álfgerður, Álfhildur og Álfbjörg

María segir að þessar álfkonur; Álfgerður í Drangey, Álfhildur í Frágjörðardölum og Álfbjörg í Krýsuvíkurbjarg, fullyrði að álög þeirra séu engir galdrar. „Samkvæmt ykkar þjóðtrú eru álfar hefnigjarnir og leggja álög á ykkur og þekkja margir slíkar sögur af náttúruspjöllum ykkar og óheilindum í kvennamálum. Við nefnum t.d. strákinn fyrir austan sem gat alls ekki gengið fram hjá litlu reyniviðarhríslunni án þess að rífa hana og slíta. Hann fékk þó margar viðvaranir í draumi. Hann lifði með visinn handlegg æ síðan. Að sjálfsögðu eru þetta ekki nein álög af okkar hálfu heldur einungis ykkar eigin samviska og undirvitund um rétt og rangt sem refsar ykkur. Þið kallið það stundum þunglyndi og ýmsa aðra sjúkdóma. Þó svo að við alfarar höfum ávallt stutt framgang vísinda, höfum við aldrei gert þau að trúarbrögðum eins og sum ykkar hafa gert. Álög eru engir galdrar. Bara sálfræði eins og þið kennið í Háskólanum og „leikur með heilann“,“ segir í pistlinum.

Dropasteinar eru reðurtákn

Hún segir að dropasteinar séu augljóst reðurtákn. „Það þurfti ekki Freud til að skýra táknmyndir kynlífsins; þetta sáu allir í náttúrunni hér fyrr á tíð sem fylgdust með dýrunum maka sig og fæða afkvæmin. Það eru spíran og göngin. Tindurinn og gljúfrið. Þið Nóabörn farið inn í helli óafvitandi um táknmál náttúrunnar, haldið kannski að þið séuð í verslun þar sem þið getið stolið öllu án refsingar. Hellir með dropasteinum er hið fullkomna frjósemistákn, eins og allir ættu að sjá. Hvað tákna dropasteinarnir annað en „stolt karldýrsins“, stórir og litlir, feitir og mjóir, en allir reistir? Hér fyrr á tíð þótti þetta svo augljóst að ekki hvarflaði að nokkrum , hvorki hér neðanjarðar né ofanjarðar, að álög þyrfti til að koma í veg fyrir að menn brytu niður þessi frjósemis- og karlmennskutákn. Það gefur augaleið að brjótir þú karlmennskutáknið í hellinum brýtur þú um leið þitt eigið – verður getulaus – og missir konuna í mörgum tilvikum. Menn hafa aldrei haft hátt um þessar hremmingar sínar og sögurnar því legið í þagnargildi. Öll þekkjum við þó eina af „álögum“ Gunnhildar á Hrút í Njálu, sem urðu þó ekki vegna náttúruspjalla af hans hálfu,“ segir María.

Menn missa reisn um leið

Hún heldur áfram og bendir á að Spánverjar séu ef til vill góðir elskhugar því þar eyðileggi enginn dropasteina. „Margir Íslendingar hafa heimsótt spænsku eyjuna Majorka. Þar eru a.m.k. þrír frægir dropasteinshellar, dvergahellirinn, sá með vatninu og Maríu mey og risahellir sem er dálítið afskekktur. Langar biðraðir eru jafnan af fólki að skoða þessa hella og ævintýralega dropasteinana. Ég hef aldrei heyrt af skemmdarverkum á dropasteinunum á Spáni en hins vegar að Spánverjar séu góðir elskhugar. Sem betur fer eigið þið þarna uppi nokkra hellaverndara sem staðið hafa vörð um Vatnshelli á Snæfellsnesi og Þríhnjúkagíg fyrir sunnar. Það kostar að skoða hellana og fólk fær leiðsögn, en fyrir vikið hafa þeir ekki verið eyðilagðir,“ segir í pistlinum.

Að lokum hóta álfkonunnar að brjóti maður dropastein þá muni hann missa reisn um leið: „Við erum hérna þrjár réttvísinnar meðdómsfrúr í álfheimum sem sendum þessi boð. Við leggjum til að annaðhvort verði frjáls för um hella heft eða aðvörunarskiltum komið fyrir við hverja holu, sem greini frá þeim álögum sem bíða þeirra sem brjóta dropasteina eða spilla hellinum á annan hátt. Brjóti karl dropastein missir hann þegar reisn. Brjóti kona dropastein missir elskhugi hennar getuna til samræðis. Með von um visku, Álfgerður í Drangey, Álfhildur í Frágjörðardölum og Álfbjörg í Krýsuvíkurbjargi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við
Fréttir
Í gær

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið
Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“