fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fjölskylda Böðvars missti allt eftir hrunið – „Ég er ævinlega þakklátur þeim“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 12. júní 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson, sem spilar í dag með liðinu Jagiellonia Bialstok í Póllandi, horfði upp á foreldra sína missa allt í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þegar fokið virtist í hvert skjól hjá fjölskyldunni, fengu þau aðstoð úr óvæntri átt. Þetta rifjaði Böðvar upp sem gestur í hlaðvarpinu Miðjunni á íþróttamiðlinum fotbolti.net.

Böðvar var aðeins 13 ára gamall þegar kreppa skall á í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og segir hann að foreldrar hans hafi komið illa út úr hruninu.

Bíllinn tekinn um miðja nótt

Mamma og pabbi komu náttúrulega frekar illa út úr kreppunni þarna, 2007-2008. Við lendum í því þarna 2010 að bíllinn er tekinn af okkur um miðja nótt, eða eitthvað þannig […] Ég bað pabba um að skutla mér í skólann einn morguninn en þá sagði hann mér að bíllinn væri farinn. Það tók mig svona korter að átta mig á því hvað hann væri að meina með því. Þá fattaði ég að bíllinn væri bara alveg farinn.

Böðvar var á þessum tíma að læra á bíl. Fjölskyldan náði að verða sér út um gamlan Skoda, árgerð 97, sem vakti litla lukku hjá Böðvari. Bíll sem var tveimur árum yngri en ég og kúplingin og gírskiptingin var í rugli. Ég enda á því að vera mæta á honum í skólann, þetta var kannski ekki besti tíminn til að vera missa bílinn, ekki það að það sé einhvern tímann góður tími til að missa bílinn, en ég hefði alveg verið til í að læra á annan bíl.

Misstu húsið

Svo var það 2015 að við missum húsið loksins. Og ég á engan peninga til að standast eitthvað greiðslumat.

Það kom fjölskyldunni þó ekki á óvart að missa húsið, enda hafði það legið í loftinu um árabil, allt eftir hrunið. Foreldrar mínir voru að gera upp húsið í miðri kreppu og við  héldum alltaf að við værum að fara að missa húsið en það endaði þannig að það var ekki vaskur á baðherberginu í 4-5 ár því pabbi ætlaði ekki að fara að gefa bankanum eitthvað sem við værum ekki að fara að njóta, segir Böðvar.

Ævinlega þakklátur

En þá voru góð ráð dýr. Þarna var Böðvar orðinn tvítugur, efnilegur knattspyrnumaður, og spilaði með FH. Hann var þó ekki kominn í þá stöðu að hann gæti tekið lán fyrir íbúðarkaupum eða staðist greiðslumat. Bágur fjárhagur fjölskyldunnar hafði þó ekki verið íþyngjandi fyrir Böðvar sem náði að eiga nokkuð áhyggjulaus unglingsár.

Þetta lá aldrei þungt á mér, held að það hafi frekar legið á þeim, að vera búin að vinna allt sitt líf, erfiðisvinnu, og missa svo allt. Ég var ekki að vorkenna sjálfum mér mikið, ég var alltaf með mitt herbergi.

Árið 2015, þegar húsið hafði verið tekið af fjölskyldunni, virtist fokið í flest skjól. En þá barst hjálp í formi láns frá velviljandi aðilum sem höfðu frétt af raunum fjölskyldunnar. Þeir aðilar voru félagar úr FH.

Þannig að ég er ævinlega þakklátur þeim fyrir það og kannski stærsta ástæðan fyrir því að ég var ekki með mikið vesen í samningaviðræðum við klúbbinn eftir að þeir  hjálpuðu mér svona.

Fjölskyldan bað aldrei um aðstoðina, þess gerðist ekki þörf. FH-ingarnir góðu buðu fram aðstoð að eigin frumkvæði. Böðvar og fjölskylda greiddu svo lánið til baka jafnt og þétt, með tíð og tíma, en Böðvar segir að fjárhagsvandræði fjölskyldunnar heyri núna sögunni til. Hann hafi þó alla tíð staðið í þeirri trú að hlutirnir reddist alltaf á endanum, sem þeir og gerðu.

Ég hef eiginlega alltaf verið þannig, ég held að þetta reddist alltaf á endanum. Ég vissi alveg að við værum ekkert að fara í einhver undirgöng og sofa þar. Þetta var alltaf að fara að reddast á endanum og sem betur fer með hjálp góðs fólks innan klúbbsins þá náði það að reddast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar