fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Sandkorn

Kata fattar

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Frakkar sagðir vilja Björgólf í fimm ára fangelsi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2019 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknarar í Frakklandi eru sagðir krefjast þess að Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, verði dæmdur í fimm ára fangelsi. Málið snýr að lánveitingum til eldri borgara skömmu fyrir hrun sem saksóknarar í Frakklandi segja hafa verið svindl.

Stundin greinir frá þessu og vísar í gögn ákæruvaldsins.

Málið hefur verið til meðferðar hjá frönskum áfrýjunardómstól að undanförnu en skemmst er að minnast fréttar RÚV frá 22. maí síðastliðnum þar sem fram kom að Björgólfur hafi gengið úr réttarsal.

Í fréttinni kom fram að Björgólfur væri einn níu sakborninga í málinu, en áður höfðu þeir allir verið sýknaðir. Málinu var áfrýjað og er áfrýjunin nú til meðferðar. Málið snýst um sérstaka tegund fasteignalána sem Landsbankinn í Lúxemborg veitti lífeyrisþegum.

Í frétt Stundarinnar kemur fram lánin hafi verið veitt gegn veðum í fasteignum þeirra, en þeir fengu aðeins hluta lánsfjárs greiddan út á meðan restin fór í fjárfestingar hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Telja saksóknarar að í raun hafi verið um svindl að ræða. Fjármunir hafi til dæmis verið notaðir í annað en lofað var.

Hér má lesa nánar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Biskup Íslands með 1,8 milljónir á mánuði

Biskup Íslands með 1,8 milljónir á mánuði
Fréttir
Í gær

Ólafur Ragnar og Dorrit á mynd með vinkonum Jeffrey Epstein

Ólafur Ragnar og Dorrit á mynd með vinkonum Jeffrey Epstein
Fréttir
Í gær

Stórundarlegt slys á Grandanum: „Fór eins og torfærubíll yfir kyrrstæðan bíl“ – Sjáðu myndirnar

Stórundarlegt slys á Grandanum: „Fór eins og torfærubíll yfir kyrrstæðan bíl“ – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Í gær

Segja betri kost fyrir landsbyggðarfólk að fara í menntaskóla í Svíþjóð en Reykjavík – Ódýrari kostur

Segja betri kost fyrir landsbyggðarfólk að fara í menntaskóla í Svíþjóð en Reykjavík – Ódýrari kostur
Fréttir
Í gær

Tekjublaðið kemur út á miðvikudag – Allt um tekjur Íslendinga – Róbert Wessman og Kári Stefáns tróna á toppnum

Tekjublaðið kemur út á miðvikudag – Allt um tekjur Íslendinga – Róbert Wessman og Kári Stefáns tróna á toppnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta verður fyrir ofbeldi og kynþáttafordómum vegna húðlitar síns  – Sagt að fegurðarsamkeppnin sé fyrir íslenskar stelpur

Birta verður fyrir ofbeldi og kynþáttafordómum vegna húðlitar síns  – Sagt að fegurðarsamkeppnin sé fyrir íslenskar stelpur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk nýnasistasamtök með grófan áróður á Facebook – Spyrja hvað sé að því að vera nasisti

Íslensk nýnasistasamtök með grófan áróður á Facebook – Spyrja hvað sé að því að vera nasisti