fbpx
Mánudagur 17.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Stríðið um Emil Stein tekur ógnvekjandi stefnu – Svívirðingar og hótanir: „Það er ekki boðlegt að koma svona fram“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 10. júní 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það síðasta sem hann gerði var að hóta mér barsmíðum. Hann gekk ítrekað að mér og stjakaði við mér,“ segir Anna Linda Halldórudóttir um meinta líkamsárás og hótanir sem hún þurfti að sitja undir á dögunum af hendi maka guðdóttur sinnar.

Kallar guðdótturina hundaþjóf

Forsaga málsins er löng og tekur á Önnu Lindu að rifja hana upp. Anna Linda á fjögurra ára gamlan hund sem heitir Emil Steinn. Fyrir einu og hálfu ári síðan þurfti Anna að láta hann tímabundið í pössun vegna veikinda og húsnæðivanda. Hún treysti guðdóttur sinni, sem býr á Selfossi, fyrir hundinum og taldi hann vera í góðum höndum. Síðasta vor dundi áfallið yfir Önnu Lindu þegar guðdóttirin neitaði að skila hundinum. Anna Linda sakar guðdóttur sína um hundaþjófnað og var þjófnaðurinn kærður til lögreglunnar á Suðurlandi sem vísaði málinu frá. Árni Stefán Árnason, lögfræðingur hefur unnið í málinu fyrir Önnu Lindu og næsta skref var að kæra málið til ríkissaksóknara, en þeirri kæru var einnig vísað frá. Nú hefur málið hins vegar tekið allt aðra og alvarlegri stefnu þar sem Anna Lilja sakar kærasta guðdóttur sinnar um líkamsárás.

Hurðum skellt og gargað

„Þannig er mál með vexti að ég fór heim til móður stúlkunnar fyrir stuttu til að sækja dót sem ég átti þar, bara persónulegir munir mínir. Þar mætti ég tengdasyninum sem gargar á mig og skellir hurðinni nánast á andlitið mitt. Síðan koma mæðgurnar heim og byrja að týna dótið mitt út á stétt. Þá sé ég að vantar tvo muni. Þegar ég fer að inna eftir þeim er gargað á mig að ég eigi ekki meira dót,“ segir Anna Linda og lýsir því sem gerðist næst.

„Þá gekk tengdasonurinn ítrekað að mér og stjakaði við mig. Ég kalla þetta í raun ekkert annað en tilraun til líkamsárásar.“

Sæl. Hundurinn er dauður

Emil Steinn.

Anna Linda segir að atvikið hafi fengið á hana, ekki síst vegna þess að hún heyrði í fjórum hundum inni í húsinu, en veit ekki hvort einn þeirra er Emil Steinn eður ei. Guðdóttir hennar nefnilega sagði að hann væri dauður en hefur aldrei geta sýnt fram á það. Þetta staðfestir Árni Stefán, lögfræðingur Önnu Lindu. Að sögn Önnu Lindu færði guðdóttirin henni fréttirnar um dauða hvuttans í gegnum SMS.

„Þann 14. nóvember fékk ég skilaboð frá guðdóttur minni að hundurinn væri dauður. Skilaboðin voru svohljóðandi: „Sæl. Hundurinn er dauður. Takk fyrir það.“ Það fékk ég í afmælisgjöf frá henni. Mér leið alveg hræðilega. Ég var í bíó með barnabarninu mínu og sá skilaboðin í hléi. Þau eyðilögðu daginn fyrir mér. Síðan þá hefur mér liðið verr og verr að vita ekki hvort hundurinn sé lifandi eða dáinn,“ sagði Anna Linda í fyrstu frétt DV um mál Emils Steins í janúar á þessu ári.

Krepptir hnefar og hótanir

Árni Stefán, lögfræðingur Önnu Lindu, segir að enn hafi það ekki verið staðfest hvort hundurinn sé lífs eða liðinn. Hann segir að næsta skref í málinu sé að leita til dómstóla með innsetningarbeiðni, sem hægt er að gera í þeim tilvikum þegar að einstaklingur getur sannað að eitthvað sem hann eigi hafi verið tekið af honum, til dæmis hundur, sem er skilgreindur sem lausafé samkvæmt íslenskum lögum.

„Ef dómstóllinn samþykkir það fer einstaklingurinn sem setur fram innsetningarbeiðnina, með aðstoð sýslumanns, á staðinn þar sem grunur er að það sem hafi verið tekið af honum sé og það síðan fært í hendur á réttmætum eiganda,“ segir Árni Stefán. Hann bætir jafnframt við að málið sé orðið talsvert alvarlegra nú vegna þeirra hótana sem Anna Linda segir sig hafa þurft að þola þegar hún sótti eigur sínar fyrir stuttu.

„Það er ekki boðlegt að koma svona fram með kreppta hnefa og hóta slagsmálum. Ég er búinn að segja henni að kæra þetta til lögreglu. Ég skil alveg að það sé þungt yfir henni vegna þessa,“ segir Árni Stefán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu- Uppfært: Heiðrún fundin

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu- Uppfært: Heiðrún fundin
Fréttir
Í gær

Segir samfélagið fordómafullt gagnvart öldruðum: „Feluleikur og þöggun er ekki heppileg“

Segir samfélagið fordómafullt gagnvart öldruðum: „Feluleikur og þöggun er ekki heppileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

41 mál bókað hjá lögreglu frá miðnætti – Grunur um miðnæturgrill

41 mál bókað hjá lögreglu frá miðnætti – Grunur um miðnæturgrill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frelsissvipt af barnsföður sínum – Borin út af heimilinu nakin, blóðug og marin

Frelsissvipt af barnsföður sínum – Borin út af heimilinu nakin, blóðug og marin