fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hitabylgja á Íslandi – Hiti fer upp í 22 gráður – „Endurtekið efni“ í lok vikunnar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júní 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Búast má við að hiti fari yfir 20 gráður á morgun og á miðvikudag, hlýjast í innsveitum norðanlands á morgun, en sunnanlands á miðvikudag. Í lok vikunnar eru mestar líkur á að við förum aftur í endurtekið efni, norðaustanátt með dálítilli vætu norðaustanlands, en björtu veðri suðvestanlands og heldur kólnandi veðri.“ Þetta stendur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, en útlit er fyrir að veðrið leiki við landsmenn fyrrihluta vikunnar, þó að það gráni eilítið seinni partinn.

Eins og áður segir getur hiti farið yfir tuttugu gráður á morgun og á miðvikudag mun hitinn á landinu vera á milli tólf og 22 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á fimmtudag verður bjart með köflum á Norðurlandi en skýjað á Norð-austur og Austurlandi ásamt dálítilli rigningu framan af degi. Á austanverðu landinu fer hitinn upp í tólf stig en átján stig víða annars staðar.

Skýjað með köflum og þurrt verður á föstudag og laugardag og þá má búast við að hiti fari upp í átján stig, hlýjast suðvestanlands. Á sunnudag er hins vegar útlit fyrir að verði skýjað og lítilsháttar rigning víða um landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn