fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Irma í hópi þeirra hundrað áhrifamestu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. maí 2019 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Irma Erlingsdóttir, dósent við Háskóla Íslands og forstöðumaður Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og RIKK – rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum, er í hópi 100 áhrifamestu einstaklinga heims í jafnréttismálum samkvæmt nýjum lista Apolitical, alþjóðlegs fræðslu- og stefnumótunarvettvangs fyrir ríkisstjórnir og aðra opinbera aðila. Hún er þar í hópi með heimsþekktu baráttufólki fyrir jafnrétti kynjanna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands.

Þetta er í annað sinn sem Apolitical birtir lista yfir þá einstaklinga sem þykja hafa skarað fram úr í jafnréttismálum með rannsóknum, stefnumótun og málefnabaráttu. Alls bárust um 9.000 tilnefningar á listann víða að úr heiminum frá sérfræðingum á sviði jafnréttismála innan ríkisstjórna, alþjóðastofnana eins og Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hreyfinga sem berjast fyrir jafnrétti eins og Women Deliver, Women in Global Health og Women for Climate Justice.

Á lista Apolitical er að finna stjórnmálakonur, vísindamenn, opinbera starfsmenn og aðgerðasinna sem að mati Apolitico stuðla með störfum sínum að breytingum í átt til aukins jafnréttis og bjartari framtíðar í heiminum.

Á meðal þeirra sem eru á listanum í ár, auk Irmu, eru nýkrýndur friðarverðlaunahafi Nóbels, kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege, hæstaréttardómarinn Ruth Baider Ginsburg,  Michelle Obama, stofnandi Girls Opportunity Alliance og fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, og Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Irma er með doktorspróf í samanburðarbókmenntum frá Sorbonne-háskóla í París í Frakklandi með áherslu á kynjafræði og bókmenntir sem tengjast pólitískri samtímasögu í alþjóðlegu samhengi. Hún hefur gegnt starfi dósents og þar áður lektors í frönskum samtímabókmenntum við Háskóla Íslands frá árinu 2010.

Hún hefur jafnframt verið forstöðumaður RIKK – rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands frá árinu 2000 og stýrt Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna frá stofnun hans árið 2009 en hann hefur brautskráð samtals 132 nemendur frá 22 löndum með diplómagráðu á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum. Þá leiðir Irma einnig rannsóknaklasann EDDU sem var stofnsettur á grundvelli markáætlunar Vísinda-og tækniráðs árið 2009 og er samstarfsvettvangur fræðimanna sem sinna gagnrýnum samtímarannsóknum með áherslu á jafnrétti og margbreytileika í hug- og félagsvísindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”