fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sáttaumleitanir við sýknaða í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum eru að sigla í strand – Mikið ber á milli

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. maí 2019 07:55

Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sáttaumleitanir á milli stjórnvalda og þeirra sem voru sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum eru að sigla í strand. Guðjón Skarphéðinsson hafnaði bótatilboði sáttanefndar ríkisstjórnarinnar og því virðast viðræðurnar vera að sigla í strand en mikil áhersla hefur verið lögð á að ná sáttum við alla þá sýknuðu og aðstandendur þeirra sem eru látnir og ljúka málinu án atbeina dómstóla.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að Guðjón hafi hafnað tilboði sáttanefndarinnar en hún hefur úr um 600 milljónum að spila. Guðjón hefur hins vegar gert kröfu upp á rúmlega 1.000 milljónir í miskabætur og um 400 milljónir í bætur fyrir missi atvinnutekna.

Blaðið segir að góður sáttatónn hafi verið í flestum og ágætlega hafi litið út með að sættir næðust þar til Guðjón hafnaði tilboði sáttanefndarinnar. Fréttablaðið segir að þetta hafi gjörbreytt stöðunni og nú eigi sáttanefndin aðeins eftir að skrifa bréf til forsætisráðherra og skila málinu af sér með því.

Haft er eftir Andra Árnasyni, settum ríkislögmanni í málinu, að enn eigi eftir að taka formlega afstöðu til kröfu Guðjóns en þar sem sáttanefnd hafi ekki fallist á hana sé líklegt að henni verði hafnað. Það stefnir því í að dómstólar ákveði bætur til þeirra sem sýknaðir voru og verða væntanlega nokkur dómsmál rekin vegna þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala