fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Kári telur Miðflokksmenn alkóhólista: „Viðbrögð þeirra við gagnrýninni endurspeglar alkóhólisma“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. maí 2019 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar, segir í viðtali við rithöfundinn Auði Jónsdóttur að margt bendi til þess að Klaustursþingmenn séu virkir alkahólistar. Viðtal Auðar birtist á Kjarnanum og er með óhefðbundnu sniði en hún vitnar í Kára í óbeinum tilvitnunum. Líkt og frægt er orðið sátu sex þingmenn að sumbli á barnum: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson. Öll er þau nú þingmenn Miðflokksins.

Auður segist hafa mælt sér mót við Kára eftir að hún fór að velta því fyrir sér hvort þingmennirnir sem sátu að sumbli á Klausturbar væru alkóhólistar. „Alkóhólismi hefur verið mér hugleikinn megnið af ævi minni. Þegar ég velti fyrir mér hvort einhver sé hugsanlega alkóhólisti er það ekki áfellisdómur yfir manneskjunni. Þvert á móti. Svo margir sem mér þykir vænt um eru ýmist virkir eða óvirkir alkóhólistar og síðan ég var barn hef ég horft upp á fólk menga líf sitt, stundum rústa eða jafnvel glata því, út af sjúkdómnum,“ útskýrir Auður.

Hún segist hafa hraðritað eftirfarandi upp úr samtali sínu við Kára. „Á milli þess sem þú drekkur verður allt kaótískt. Ég hef aldrei verið mikill drykkjumaður en þó oft til vandræða við drykkju og lít á mig sem alka og hef ekki smakkað dropa af áfengi í nokkur ár. Það var ekki ákvörðun, mér fannst þetta bara svo dapurlegt að ég gat ekki drukkið lengur. Ég hef oft orðið mér til skammar, brotið lög og gert allskonar vitleysu undir áhrifum. Ég er enginn engill þegar kemur að þessu. Og það er alveg kýrskýrt í huga mér að það meikar engan sens fyrir mig að drekka,“ hefur Auður eftir Kára.

Leiðir til geðrænna vandamála

Hann bætir við að að viðbrögð þingmannanna, að kenna öðrum um en sjálfum sér bendi til alkahólisma. „Ímyndaðu þér! Þessir alþingismenn sem fara á Klausturbar og drekka sig fulla. Ég held að það sé vissulega rétt, að þetta geri fólk. Og að það þyki ekkert tiltökumál að þingmenn setjist við drykkju og tali á ógeðfelldan hátt um annað fólk. Þetta snýst frekar um hvernig þeir brugðust við eftir að allt komst upp. Þá var ekki aðalatriðið að þeir drykkju og töluðu á óviðeigandi hátt um fólk heldur að einhver heyrði það. Sektin færðist frá þeim yfir á þann sem hlustaði á þá. Eins og þeir hefðu tekið karaktertúr í tilvistarstefnu. Tréð í skóginum féll aldrei því enginn heyrði það falla. Það eru viðbrögð þeirra við gagnrýninni sem endurspegla alkóhólisma,. Þetta er einhverjum öðrum að kenna! Allir alkar sem ég þekki reyna að kenna öðrum um drykkjuna og afleiðingar hennar. Allir,“ hefur Auður eftir Kára.

Hún hefur eftir Kára að eðlilegast sé að umræddir þingmenn leiti sér hjálpar. „Þeir eru fulltrúar Alþingis, sem á hverju einasta ári veltir upp frumvarpi um að gera alkóhól aðgengilegra, koma því í matvörubúðir og svo framvegis. Eins og Alþingi sé ómeðvitað um hvað þetta er alvarlegt mál. […] Þegar þú drekkur áfengi tekurðu inn efni sem minnkar hömlur, veldur vænisýki og óstöðugri hugsun jafnt sem óstöðugum fótum, þetta er eiturlyf sem Ríkið selur þér og getur stórskaðað þig, botnaði Kári og byrjaði síðan að þylja upp hrikalegar líkamlegar afleiðingar langvarandi drykkju eins og innvortis blæðingar, skert skammtímaminni, flog, tremma og geðræn vandamál,“ skrifar Auður.

Alþingi ætti að bjóða upp á meðferð

Kári bætir við að Alþingi ætti að bjóða þingmönnunum í meðferð. „Þegar búið er að kjósa fólk á þing á það ekki að sjást drukkið á almannafæri, sagði Kári staðfastur. Og segjum sem svo að þetta hefðu verið skipulagðar njósnir á Klausturbar … væri þá eitthvað rangt við það? Mér finnst það ekki. Þetta eru fulltrúar þjóðarinnar, hún á rétt á að vita það ef svona uppákomur eiga sér stað. Eins og ég sagði, ég er meira hissa á viðbrögðum þessara þingmanna eftir á en því að þeir hafi verið öskrandi fullir.

„Það hefði verið eðlilegt ef Alþingi hefði boðið þessum mönnum upp á meðferð til að forðast frekari uppákomur af þessari gerð. Og svo er það þetta: Alkahólismi er sjúkdómur sem veldur ekki bara einkennum hjá þeim sem drekkur heldur líka hjá fjölskyldumeðlimum hans og öðrum í nærumhverfi. Klausturævintýrið sýnir okkur líka, svo ekki verður um villst, að áhrifin ná langt út fyrir það. Sú birtingarmynd alkahólisma sem blasti við okkur á Klausturbarnum hefur valdið óyndi hjá heilli þjóð. Það er eðlileg krafa að þátttakendurnir geri eitthvað í sínum málum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu