fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Fjallalamb fær leyfi til útflutnings á lambakjöti til Kína

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. maí 2019 10:36

Sauðfé - Mynd tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallalamb hefur fengið leyfi til að flytja lambakjöt frá Íslandi á Kínamarkað. Útflutningur getur hafist í næstu sláturtíð.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Matvælastofnun sendi frá sér. Undanfarin fjögur ár hefur stofnunin, í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Kína, unnið að öflun leyfis til útflutnings á lambakjöti frá Íslandi til Kína.

Samningur um skilyrði, heilbrigðiskörfur og eftirlit vegna útflutnings á lambakjöti frá Íslandi til Kína var undirritaður milli ríkjanna í fyrrahaust.

Í kjölfarið á því sótti Fjallalamb hf. á Kópaskeri um leyfi fyrir sláturhús, kjötpökkunarstöð og frystigeymslu fyrirtækisins til útflutnings á lambakjöti til Kína.

„Mikilvægustu kröfur Kínverja varða riðu. Einungis má flytja kjöt af lömbum yngri en 6 mánaða sem fædd eru og alin á riðulausum svæðum og jafnframt eiga sláturhús, kjötpökkunarstöðvar og frystigeymslur að vera á riðulausum svæðum.“

Í tilkynningunni segir að Fjallalamb uppfylli nú þessi skilyrði og aðrar kröfur kínverskra stjórnvalda. Fyrirtækið hafi nú verið sett á opinberan lista í Kína yfir fyrirtæki sem hafa leyfi til að flytja lambakjöt á Kínamarkað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband