fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Davíð sýnir málþófi Miðflokksins skilning

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. maí 2019 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sýni Miðflokknum stuðning ef marka má skrif sem birtast í staksteinum Morgunblaðsins í dag.

Mikið hefur verið fjallað um málþóf Miðflokksmanna á Alþingi undanfarna daga vegna þriðja orkupakkans, en þingmenn flokksins hafa lagt dag og nótt við að ræða málið á þingi. Sitt sýnist hverjum um þessa aðferð Miðflokksins; sumir hafa bent á að þó meirihluti sé fyrir þriðja orkupakkanum á Alþingi sé ekki meirihluti hjá honum hjá þjóðinni, ef marka megi skoðanakannanir.

„Alþingi sýnir þessa dagana töluverðan áhuga á að upplýsa um lengd þingfunda, fjölda ræða, lengd þeirra og hverjir flytja þær. Og fjölmiðlar hafa sama áhugann á að segja frá þessu,“ segir í staksteinum blaðsins.

„Þegar að Alþingi kemur og umræðum þar um lagasetningu eða þingsályktunartillögu, líkt og um þriðja orkupakkann alræmda, er þó annað sem meira máli skiptir. Innihald umræðunnar er aðalatriðið og hvort næg umræða hafi farið fram og hvort öllum álitaefnum hefur verið svarað. Þá hefur þýðingu, ekki síst þegar um mál eins og þriðja orkupakkann er að ræða, þar sem meirihluti almennings er á öndverðum meiði við meirihluta þingsins, að umræðan hafi skilað sér til almennings og að hann hafi fengið gott tækifæri til að setja sig inn í málin.“

Höfundur staksteina, sem gera má ráð fyrir að sé Davíð Oddsson, segir að sjálfsagt sé að leyfa slíkum málum að gerjast vel í umræðunni. Og þegar ekkert liggur en á mál er mjög umdeilt, líkt og þriðji orkupakkinn, sé eðlilegt að leyfa umræðunni að taka sinn tíma, hvort heldur sem er innan þings eða utan.

„Í liðinni viku gerðist það til dæmis að ráðherraráð ESB samþykkti fjórða orkupakkann. Ísland þarf að taka afstöðu til hans á allra næstu misserum. Augljóst er að ýtarleg umræða þarf að fara fram um hann áður en þingið afgreiðir þriðja orkupakkann, enda halda ýmsir því fram að fyrri orkupakkar séu sérstök röksemd fyrir samþykkt þeirra næstu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ari Edwald ósáttur: Sakar Isavia um ólöglega mismunun – UPPFÆRT: Isavia svarar

Ari Edwald ósáttur: Sakar Isavia um ólöglega mismunun – UPPFÆRT: Isavia svarar
Fréttir
Í gær

Mótmæla fíkniefnaleit á fólki á Secret Solstice – Segja borgaraleg réttindi brotin

Mótmæla fíkniefnaleit á fólki á Secret Solstice – Segja borgaraleg réttindi brotin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páskastjarnan Guðný María í stríði við nágranna sína – „Það er verið að hafa af mér eignir mínar“

Páskastjarnan Guðný María í stríði við nágranna sína – „Það er verið að hafa af mér eignir mínar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt háttalag ökumanns – Dansaði undir stýri og bíllinn rásaði út um allt

Stórfurðulegt háttalag ökumanns – Dansaði undir stýri og bíllinn rásaði út um allt