fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Drukkin í Borgarleikhúsinu: „Gamnið fór hins vegar að kárna þegar karlinn rumskaði og kastaði upp“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 26. maí 2019 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undarleg uppákoma átti sér stað í gær á sýningu á leikritinu Sýningin sem klikkar, í Borgarleikhúsinu. RÚV greindi frá málinu.

Leikritið er gamanleikrit, eða farsi, og kipptu gestir sér því lítið upp við miðaldra par sem sat meðal áhorfenda, en hegðaði sér undarlega.

Svo virtist sem að parið væri áberandi ölvað og hegðuðu þau sér eftir því. Gestir sýningarinnar töldu að þetta væri hluti af sýningunni og höfðu upphaflega gaman af.

„Konan hélt á bjórglasi í óstöðugri hendi og hellti yfir sessunaut sinn á meðan karlinn sofnaði svefni hinna réttlátu við hliðina á henni.“

Eins og áður segir töldu gestir upphaflega að þetta væri viljaverk og hluti sýningarinnar. Enda sat parið utarlega á 14 bekk sem gæti þess vegna verið líklegur staður fyrir leikara til að vera með uppákomu.

„Gamnið fór hins vegar að kárna þegar karlinn rumskaði og kastaði upp. Þá fór að þyngjast brúnin á nærstöddum, en var samt allt kyrrt um hríð“

Það sem gerði útslagið var svo þegar parið gerðist heldur of djarft í ástaratlotunum. Þá reis leikhúsgestur sem sat fyrir aftan þau upp og náði í húsvörð.

Parinu var í kjölfarið vísað af sýningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk