fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
Fréttir

Sakfelld fyrir að aðstoða við tölvuglæp – „Framburður þeirra í hæsta máta ótrúverðugur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 25. maí 2019 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur þyngdi í gær fangelsisrefsingu þriggja aðila sem sakfelldir voru fyrir þátt sinn í fjársvikum og peningaþvætti.  Málið telst til svonefndra netglæpa og aðalverknaðarmaður kallast Sly, en ekki eru deili á honum þekkt.

Sly kom því til leiðar að suðurkóreskt fyrirtæki sem var í viðskiptum við Nesfisk lagði 54 milljónir inn á rangan bankareikning. Íslensku aðilarnir þrír áttu svo þátt í að leggja til þennan ranga bankareikning og aðstoðuðu Sly við að koma peningunum úr landi. Fengu þau nokkuð háar fjárhæðir fyrir að hafa  milligöngu um þetta.

„Í þessum tölvuskeytum beitti hinn óþekkti aðili ýmsum blekkingum til þess meðal annars að fá samningsaðila til að breyta greiðsluaðferð í viðskiptunum, koma röngum greiðsluupplýsingum til kaupanda, hindra að réttar upplýsingar bærust á milli þeirra og skýra fyrir seljanda tafir á greiðslum sem kaupandi var þegar búinn að inna af hendi en höfðu ekki borist seljanda.“

Dómur Landsréttar er nokkuð ítarlegur og er þar mikið fjallað um ásetning sakborninganna þriggja. Fjárhæðirnar hafi verið það háar og erfiðið að koma þeim úr landi það mikið að það hefði ekki getað farið fram hjá þeim að þetta væru peningar sem fengnir væru með vafasömum hætti.

„Ítarlegur framburður ákærðu fyrir héraðsdómi, sem rakinn er í meginatriðum í hinum áfrýjaða dómi, er um margt mótsagnakenndur og ósamrýmanlegur um þátt hvers og eins þeirra í samskiptum við fyrrnefndan Sly, móttöku fjármunanna, millifærslu þeirra milli reikninga, ráðstöfun hluta þeirra í eigin þágu og annarra og sendingu á drjúgum hluta þeirra inn á erlenda bankareikninga.  Það yfirbragð er á framburði allra ákærðu að þau leitast við að gera lítið úr eigin þætti í samanburði við þátt hinna og er framburður þeirra í hæsta máta ótrúverðugur.“

Við ákvörðun refsingar horfði dómari til þess að aðilarnir þrír ættu greinilega mikilvægan þátt í að koma ávinningi af glæp til glæpamannsins.

„Mikilvægan þátt í að koma ávinningi refsiverðs brots sem framið var með rafrænum hætti á netinu í hendur þeirra sem stóðu að því. Brot af þessu tagi virðast færast í vöxt og eru til þess fallin að valda miklu tjóni og draga úr trausti í viðskiptum þar sem reynir á rafræn samskipti.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þungt hljóð í mönnum vegna lekans í HÍ – Starfsemin verður lömuð mánuðum saman

Þungt hljóð í mönnum vegna lekans í HÍ – Starfsemin verður lömuð mánuðum saman
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kolbrún segir að COVID laði ekki fram það besta í fólki – „Mega éta það sem úti frýs“

Kolbrún segir að COVID laði ekki fram það besta í fólki – „Mega éta það sem úti frýs“
Fréttir
Í gær

Afleitur sóknarleikur í tapi gegn Sviss – Logi Geirsson ósáttur

Afleitur sóknarleikur í tapi gegn Sviss – Logi Geirsson ósáttur
Fréttir
Í gær

Björgvin Páll heldur Íslandi á floti

Björgvin Páll heldur Íslandi á floti