fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Vilhjálmur bíður eftir að bankarnir lækki vexti: „Það verður alls ekki látið átölulaust“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. maí 2019 08:00

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ, bíður eftir að bankarnir lækki vexti. Eins og fram hefur komið lækkaði Seðlabankinn stýrivexti sína um 0,5 prósent í vikunni.

„Á þeirri forsendu bíð ég núna eftir að það hrynji inn tilkynningar frá bankakerfinu um lækkun á vöxtum og ekki bara hjá bankakerfinu heldur einnig hjá lífeyrissjóðunum,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni og bætir við:

„Eitt er víst að við í verkalýðshreyfingunni bíðum spennt eftir að sjá tilkynningu frá fjármálakerfinu í heild sinni tilkynna lækkun vaxta enda ekki nokkur forsenda fyrir öðru en að á næstu dögum lækki vextir um 0,5%,“ segir hann.

Hann bætir við að verkalýðshreyfingin muni fylgjast mjög vel með þróun vaxtakjara hjá fjármálakerfinu. „Og það verður alls ekki látið átölulaust ef stýrivaxtalækkun Seðlabankans skilar sér ekki í lækkun á vaxtakjörum til almennings og fyrirtækja á næstu dögum! Ég biðla líka til fjölmiðla um að kalla eftir því frá fjármálakerfinu hvenær þeir hyggist lækka vexti til samræmis við lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn upplifðu skelfingu í Reykjavík: Hurðinni sparkað upp og öllu stolið – Bílaleigubíllinn fannst bensínlaus

Ferðamenn upplifðu skelfingu í Reykjavík: Hurðinni sparkað upp og öllu stolið – Bílaleigubíllinn fannst bensínlaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vextir af innistæðum barna lækka gífurlega – Allt að 0,6 prósent lækkun á einu ári

Vextir af innistæðum barna lækka gífurlega – Allt að 0,6 prósent lækkun á einu ári