fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 24. maí 2019 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pálmi Gestsson, leikari og áður Spaugstofumaður, sparar ekki stóru orðin á Facebook-síðu sinni og segir að það verði að segjast eins og er, Miðflokksmenn séu hálfvitar og kjósendur þeirra enn meiri fávitar.

„Fyrirgefið mér orðbragið, ég er ekki vanur að taka svona til orða um fólk en nú get ég ekki lengur haldið í mér enda held ég sé komin tími til að grípa til orðbragðs sem hæfir þeim og þeir skilja: Miðflokksmenn eru hálfvitar (með kannski einni undantekningu),“ skrifar Pálmi.

Hann bætir við að flokkurinn sé hættulegur þjóðinni. „Og kjósendur þeirra hálfu verri, illa innrætt og heimskt fólk svo það sé sagt. Þetta er þyngra en tárum taki en nauðsynlegt að segja það. Þeir eru stórhættulegir þjóðinni,“ segir Pálmi. Hann bætir því svo við að undantekningin frá þessu sé kannski Þorsteinn Sæmundsson þingmaður.

Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður Morgunblaðsins og áður formaður VR, gagnrýnir orð Pálma og skrifar: „Þetta lyftir nú aldeilis umræðunni á hærra plan. Þessi orð ættir þú nú helst að draga til baka. Annars ertu eiginlega bara Guðjón bak við tjöldin.“

Pálmi dregur þó ekki í land og segir: „Nei kæri vinur mér ofbýður bara stórlega framkoma þeirra í þessu máli og svo mörgum öðrum (kannski uppsöfnuð hleðsla). Mér finnst leitt að þurfa nota þessi orð og þau eru sterk, en ég gat bara ekki orða bundist. Stundum þarf að fara niður á plan þeirra sem umræðir því þeir virðast ekki skilja annað.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvutek óskar eftir gjaldþrotaskiptum – 40 missa vinnuna: „Mikill missir er að hverjum og einum starfsmanni“

Tölvutek óskar eftir gjaldþrotaskiptum – 40 missa vinnuna: „Mikill missir er að hverjum og einum starfsmanni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona grunuð um þjófnað beit öryggisvörð í handlegg

Kona grunuð um þjófnað beit öryggisvörð í handlegg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hékk á brjóstum konu á sjómannadaginn: „Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi“

Hékk á brjóstum konu á sjómannadaginn: „Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn upplifðu skelfingu í Reykjavík: Hurðinni sparkað upp og öllu stolið – Bílaleigubíllinn fannst bensínlaus

Ferðamenn upplifðu skelfingu í Reykjavík: Hurðinni sparkað upp og öllu stolið – Bílaleigubíllinn fannst bensínlaus
Fyrir 3 dögum

Slátrarinn frá Rostov – Afbrigðileg kynhvöt – Myrti tugi stúlkna og kvenna

Slátrarinn frá Rostov – Afbrigðileg kynhvöt – Myrti tugi stúlkna og kvenna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hatrömm forræðisdeila Borghildar: „Ég gerði þetta því ég hafði ekki um annað að velja“

Hatrömm forræðisdeila Borghildar: „Ég gerði þetta því ég hafði ekki um annað að velja“