fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 24. maí 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóri Afls sparisjóðs og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð, hefur verið ákærður fyrir meintan fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti.  Fyrst var greint frá málinu árið 2015 þegar það var til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Fjárhæðir sem Magnús er sakaður um að hafa misfarið með nema tæpum 85 milljónum krónum.

Ákæran er í níu liðuðum og lýtur að tæpum 85 milljónum króna sem Magnúsi er gert að sök að hafa annað hvort dregið að sér eða lagt inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Þeir peningar sem haldið er fram að hafi ólöglega verið lagðir inn á verktakafyrirtækið ýmist lagðir beint inn, eða óbeint með því að leggja þá fyrst inn á reikninga í eigu annara.

Umboðssvikin sem hann er sakaður um felst í því að hann hafi misnotað aðstöðu sína sem skrifstofustjóri sparisjóðsins og farið út fyrir starfsheimildir sínar með því að veita fjórum einstaklingum fimm milljón króna yfirdrátt, samtals 20 milljónir. Lán þessi hafi verið afgreidd af honum sjálfum án samþykkis lánanefndar. Magnús hafi ekki tryggt að endurgreiðsla lánanna væri tryggð með fullnægjandi hætti og ekki kannað greiðslugetu einstaklinganna. Með þessum hætti hafi hann stefnt fjármunum sjóðsins í verulega hættu.

AFL stefndi Magnúsi á árinu 2016 og krafðist endurgreiðslu á 178 milljónum, en krafan var lækkuð niður í 107 milljónir við fyrirtöku málsins. Þá voru eignir Magnúsar kyrrsettar, þeirra á meðal tvær fasteignir á Siglufirði, sex bílar, nokkrir bankareikningar og eignarhlutur í fyrirtækjunum Topphestar og Hálendi Íslands.

Eiginkona Magnúsar var framkvæmdastjóri Báss ehf, en Magnús var sakaður um að hafa með „flókinni fléttu“ leitt til þess að skuldastaða þess félags lækkaði um tæpar 50 milljónir. Einnig hafi Magnús leigt herbergi af AFLI og framleigt það svo til annars félags. Bás ehf hafi leigt herbergið á 4 þúsund krónur á mánuði en framleigt það þriðja aðila á 361 þúsund. Þetta hafi átt sér stað frá árunum 2010 til 2015. Leigugreiðslur þessa þriðja aðila hafi svo með einum eða öðrum hætti endað á bankareikningi Magnúsar.

Þegar málið kom fyrst upp á árinu 2015 gaf stjórn AFL Sparisjóðs Siglufjarðar út yfirlýsingu þar sem þeir staðfestu að Magnús væri grunaður um fjárdrátt.

„Vegna umfjöllunar um ætlaðan fjárdrátt fyrrverandi starfsmanns hjá AFL Sparisjóði Siglufirði þá vilja stjórnendur sparisjóðsins koma eftirfarandi á framfæri. Eftir fyrirspurn frá Sérstökum saksóknara, í alls óskyldu máli, kom upp rökstuddur grunur um fjárdrátt fyrrum skrifstofustjóra AFL sparisjóðs og í framhaldi af því var málið kært til Sérstaks saksóknara. Stjórnendur hjá AFL Sparisjóð munu ekki tjá sig frekar um málið á meðan rannsókn stendur yfir.“

Í umfjöllun Stundarinnar frá árinu 2015 greindi sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, frá því að yfirheyrslum væri lokið þó að rannsókn stæði enn yfir. Ákæra var þó ekki gefin út fyrr en nú nýverið, en óljóst er hvers vegna það dróst þetta mikið á langinn. Í samtali við fréttastofu RÚV í júní 2016 greindi Ólafur frá því að rannsókn væri á lokametrum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarni Ben leiðréttur eftir að hafa talað bara um tvö kyn – „Öll kyn, það eru ekki bara tvö“

Bjarni Ben leiðréttur eftir að hafa talað bara um tvö kyn – „Öll kyn, það eru ekki bara tvö“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Nýr eigandi WOW Air flýgur um í Icelandair: „Æjæj og í verstu sætunum í vélinni“

Mynd dagsins: Nýr eigandi WOW Air flýgur um í Icelandair: „Æjæj og í verstu sætunum í vélinni“