fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Jón Trausti fær tæpar 2 milljónir í skaðabætur frá ríkinu – Fatn­aður hans blóðugur og framburður óskýr

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 24. maí 2019 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Trausti Lúthersson fær 1,8 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu vegna gæsluvarðhalds sem honum var gert að sæta í tengslum við rannsókn á andláti Arnars Jónssonar Aspar árið 2017.  Jón Trausti stefndi íslenska ríkinu vegna varðhaldsins og fór fram á 10,5 milljónir í skaðabætur.

Sex voru hnepptir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn málsins og var Jóni Trausta gert að sæta 21 degi í einangrun. Ríkið hafnaði bótaskyldunni á þeim grundvelli að Jón Trausti hefði sjálfur valdið eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu með því að vera ósammvinnuþýður við rannsóknina en hann er sagður hafa gefið litlar eða óljósar skýringar á atburðarás og meinaði lögreglu aðgang að síma sínum.

Dómari féllst á málsvörn ríkisins að hluta. Jón Trausti hefði með framgöngu sinni við rannsókn og með tengslum sínum við málið stuðlað að einhverju leiti að því að gæsluvarðhald var talið nauðsynlegt, en þó hefði það varað lengur en nauðsynlegt væri á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Fyrir liggur að stefnandi var ásamt fleira fólki ná­­lægur brota­þola þegar lögregla kom á stað­inn. Einnig lá fyrir að stefnandi hafði komið þangað í fylgd með öðrum sem grun­aðir voru um aðild að meint­­­um brotum. Þá var fatn­aður hans blóðugur og ekki lá fyllilega fyrir í upphafi hvað gerðist eða hver þáttur hvers og eins var í því sambandi

Verður að leggja til grund­vallar að undan­gengin að­­­koma stefn­anda að mál­inu, sem felldi á hann grun og leiddi til þess að hann var hand­­­tekinn, sem og fyrr­greind skýrslugjöf hans, hafi verið af þeim toga að hann hafi sjálfur stuðlað að handtökunni í upphafi og því að henni var viðhaldið uns hann var færður fyrir dómara daginn eftir. Ber því að fella niður bætur til hans vegna hand­tök­unnar.

Jón Trausti naut gjafsóknar við rekstur málsins, en dómara þótti reikningur lögmannsins, Sveins Andra Sveinssonar, alltof hár. Gjafsókn var því ákveðin að álitum og reidd úr ríkissjóð.

Fyrir liggur að stefnandi nýtur gjafsóknar í máli þessu. Í málskostnaðaryfirliti stefn­­­­anda greinir að lögmaður hans hafi varið sextíu og sex tímum við meðferð máls­ins og að tíma­gjald lögmannsins sé 40.000 krónur án virðis­­aukaskatts.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“
Fréttir
Í gær

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi
Fréttir
Í gær

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Í gær

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“