fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Sandkorn

Kata fattar

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Jón Ársæll ósáttur við Stöð 2: Þátturinn sem aldrei fór í loftið – „Þeir bara höfðu ekki kjark“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. maí 2019 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stöð 2 guggnaði, þeir bara höfðu ekki kjark,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Jón Ársæll Þórðarson sem var gestur Sigmundar Ernis Rúnarssonar í þættinum Mannamál á Hringbraut í gærkvöldi.

Jón Ársæll er hvað best þekktur fyrir þætti sína Sjálfstætt fólk sem voru á dagskrá Stöðvar 2 í áraraðir. Þar ræddi hann á persónulegum nótum við þekkta Íslendinga og þótti Jón Ársæll einkar laginn við að opna viðmælendur sína upp á gátt.

Í viðtalinu sem sýnt var í gærkvöldi kom fram að einn þáttur hafi ekki farið í loftið á sínum tíma. „Það var þáttur um Jón stóra, sem var talinn hættulegasti maður á Íslandi,“ sagði hann.

Jón stóri, eða Jón Hilmar Hallgrímsson eins og hann hét réttu nafni, féll frá sumarið 2013 langt fyrir aldur fram. Jón var reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum þar sem hann var meðal annars vændur um handrukkanir og fíkniefnaviðskipti. En hann átti það líka til að opna sig upp á gátt um persónuleg mál; neyslu, steranotkun og þunglyndi svo dæmi séu tekin.

Í þættinum í gærkvöldi sagði Jón Ársæll frá því þegar Stöð 2 hætti við að sýna viðtalið við Jón stóra.

„Stöð 2 guggnaði, þeir bara höfðu ekki kjark. Og þá komum við að því að útvarps- og sjónvarpsstöð, fjölmiðill, þarf að hafa ákveðinn kjark til að standa í lappirnar. Þetta skortir mjög víða í íslensku samfélagi, sem ég verð var við, allt frá RÚV og niður í smæstu fjölmiðla. Menn hafa ekki döngun í sér til að standa í lappirnar.“

Í viðtalinu kom fram að eintak af þættinum hafi endað hjá móður Jóns Hilmars eftir að hann féll frá. „Hún fékk eintak af þættinum af því að hún vildi eiga minningarnar um son sinn sem hún elskaði út af lífinu. Hann rataði í rétta hendur,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Biskup Íslands með 1,8 milljónir á mánuði

Biskup Íslands með 1,8 milljónir á mánuði
Fréttir
Í gær

Ólafur Ragnar og Dorrit á mynd með vinkonum Jeffrey Epstein

Ólafur Ragnar og Dorrit á mynd með vinkonum Jeffrey Epstein
Fréttir
Í gær

Stórundarlegt slys á Grandanum: „Fór eins og torfærubíll yfir kyrrstæðan bíl“ – Sjáðu myndirnar

Stórundarlegt slys á Grandanum: „Fór eins og torfærubíll yfir kyrrstæðan bíl“ – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Í gær

Segja betri kost fyrir landsbyggðarfólk að fara í menntaskóla í Svíþjóð en Reykjavík – Ódýrari kostur

Segja betri kost fyrir landsbyggðarfólk að fara í menntaskóla í Svíþjóð en Reykjavík – Ódýrari kostur
Fréttir
Í gær

Tekjublaðið kemur út á miðvikudag – Allt um tekjur Íslendinga – Róbert Wessman og Kári Stefáns tróna á toppnum

Tekjublaðið kemur út á miðvikudag – Allt um tekjur Íslendinga – Róbert Wessman og Kári Stefáns tróna á toppnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta verður fyrir ofbeldi og kynþáttafordómum vegna húðlitar síns  – Sagt að fegurðarsamkeppnin sé fyrir íslenskar stelpur

Birta verður fyrir ofbeldi og kynþáttafordómum vegna húðlitar síns  – Sagt að fegurðarsamkeppnin sé fyrir íslenskar stelpur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk nýnasistasamtök með grófan áróður á Facebook – Spyrja hvað sé að því að vera nasisti

Íslensk nýnasistasamtök með grófan áróður á Facebook – Spyrja hvað sé að því að vera nasisti