fbpx
Miðvikudagur 08.júlí 2020
Fréttir

Glæpasamtökin Bandidos komin til Íslands

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 24. maí 2019 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ódámarnir í glæpasamtökunum Bandidos hafa náð að hreiðra um sig á Íslandi. Í fréttatilkynningu á vef mótorhjólasamtakana í Svíþjóð eru Íslendingar formlega boðnir velkomnir í klúbbinn. Mynd af þessu má sjá hér fyrir ofan. Formleg athöfn virðist hafa átt sér stað þann 5. maí.

DV greindi frá því í fyrra að Mótorhjólasamtökin Bad Breed MC, sem hafa aðsetur í Garðabæ, hefðu fengið formlega inngöngu í hina svokölluðu rauðu og gylltu fjölskyldu, nokkurs konar stuðningssamtök hinna alræmdu glæpasamtaka Bandidos.

Nú virðast þeir hafa færst sig ofar í valdapíramídanum miðað við það sem kemur fram á vef glæpasamtakanna. Á myndinni, sem virðist vera tekin í Tallinn í Eistlandi, má sjá þrjá Íslendinga samkvæmt heimildum DV. Sá í miðjunni er sagður heita Atli og sá lengst til hægri Gunnar. DV er ekki kunnugt um full nöfn þeirra.

Mynd frá því í fyrra þegar Bad Breed urðu aðstoðarmenn Bandidos. Karl Þórðarson er til vinstri meðan Anton Samúel Sigurðsson er til hægri. Anton hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm árið 2017 fyrir fíkniefna-, vopnalaga- og lyfjalagabrot.

Sá lengst til hægri, með gleraugun, er Karl Þórðarson, oft kallaður Kalli málari. Hann hefur verið viðloðandi ýmsa mótorhjólaklúbba undanfarin ár. Í frétt sem birtist á Vísi árið 2013 er hann sagður formaður mótorhjólasamtakanna Devils Choice, sem hétu áður Hog Riders og voru stuðningssamtök Vítisengla. Í þeirri frétt sagðist hann enginn glæpamaður. „Er það ólöglegt að vera stuðningsklúbbur Hells Angels? Þú ert ekki glæpamaður þótt þú þekkir glæpamann,“ var haft eftir honum.

Karl virðist þó hafa skipt um lið á einhverjum tímapunkti en það hefur andað köldu á milli Hells Angels og Bandidos lengi vel. Skemmst er að minnast stríðs Bandidos og Hells Angels á Norðurlöndum á tíunda áratugnum sem leiddi til tólf dauðsfalla og tæplega hundrað særðra. Karl var í umfjöllun Stundarinnar árið 2017 sagður forseti Bad Breed sem hefur nú gengið inn í Bandidos.

Lögregla hefur áður sagst fylgjast grannt með klúbbnum og sagði til að mynda Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í viðtali við RÚV árið 2017 að lögregla hefði reglulega afskipti af mönnum merktum Bad Breed.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Trump sparkar erlendum nemendum í fjarnámi úr landi

Trump sparkar erlendum nemendum í fjarnámi úr landi
Fréttir
Í gær

Veðurvaktin: Áfram hlýtt og stillt veður – Bongó framundan.

Veðurvaktin: Áfram hlýtt og stillt veður – Bongó framundan.
Fréttir
Í gær

Sigurbjörn kom að slysinu á Kjalarnesi – „Jesús minn!“ hrópaði kona sem var á svæðinu“

Sigurbjörn kom að slysinu á Kjalarnesi – „Jesús minn!“ hrópaði kona sem var á svæðinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga hjá slökkviliðinu – Allir bílar á vettvangi undirmannaðir

Ólga hjá slökkviliðinu – Allir bílar á vettvangi undirmannaðir