fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
Fréttir

Borgin keypti sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir án útboðs – „Ólíðandi framkoma gagnvart skattgreiðendum í Reykjavík“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. maí 2019 06:30

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

395 milljónum króna hefur verið varið í kaup á sérfræðiþjónustu af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Þessi talar tekur aðeins til fyrstu þriggja mánaða ársins en umrædd sérfræðiþjónusta fór ekki í útboð.

Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en þar gagnrýnir Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, meirihlutann harðlega. Yfirlit um kaupin var lagt fram í innkauparáði í gær.

„Það lítur út fyrir að borgarfulltrúar meirihlutans hafi ekkert lært. Þessi framkoma gagnvart skattgreiðgreiðendum í Reykjavík er ólíðandi,“ hefur Fréttablaðið eftir Birni. Talan hefur hækkað frá því á síðasta ári en þá nam hún 313 milljónum króna fyrir sama tímabil.

Björn velkist í vafa um að talan væri lægri ef búið væri að gera rammasamninga um sérfræðiþjónustu.

„Reykjavíkurborg er mjög stór kaupandi að þessari þjónustu. Rammasamningurinn rann út 2014. Ég hef ítrekað gert athugasemdir við þetta, líka á síðasta kjörtímabili,“ segir Björn. Í skýrslu innri endurskoðanda sem lögð var fram í mars kemur fram að borgin gæti sparað 22 prósent með slíkum samningum, alls 90 milljónir ef mið er tekið að upphæð fyrstu þriggja mánaða þessa árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert Marshall: Mér fannst ég vera kominn inn í búbblu þar sem ég væri ekki að gera gagn

Róbert Marshall: Mér fannst ég vera kominn inn í búbblu þar sem ég væri ekki að gera gagn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymslutækni fornra íkorna gæti bjargað forðabúrum jarðar

Geymslutækni fornra íkorna gæti bjargað forðabúrum jarðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári sendir frá sér nýja yfirlýsingu og skýrir stöðuna

Kári sendir frá sér nýja yfirlýsingu og skýrir stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur bregst við gagnrýni frá læknum – „Fjarri öllu lagi“

Þórólfur bregst við gagnrýni frá læknum – „Fjarri öllu lagi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja að hætt verði að malbika á háannatíma

Vilja að hætt verði að malbika á háannatíma
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur nauðgari með réttargæslumann brotaþola á vitnalista

Meintur nauðgari með réttargæslumann brotaþola á vitnalista