fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

18 ára piltur í vanda eftir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. maí 2019 06:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átján ára piltur var færður á lögreglustöð skömmu eftir miðnætti í gærkvöldi eftir að hann var staðinn að ofsaakstri á Kringlumýrarbraut.

Í skeyti frá lögreglu kemur fram að bifreið piltsins hafi mælst á 177 kílómetra hraða en hámarkshraði á Kringlumýrarbraut er 80. Mál piltsins var afgreitt á lögreglustöðinni og var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Samkvæmt sektarreikni á vef Umferðarstofu gæti ákæra og dómur beðið piltsins.

Venju samkvæmt hafði lögregla einnig afskipti af ökumönnum sem ýmist voru grunaðir um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá var lögreglu kölluð í Smáralind um átta leytið í gærkvöldi vegna þriggja einstaklinga sem staðnir voru að hnupli á snyrtivörum úr verslun. Málið var afgreitt á vettvangi, að sögn lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“