fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Þjófur lét til skarar skríða á hóteli í Reykjavík – Afdrifarík mistök gætu komið upp um hann

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. maí 2019 06:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með mál til rannsóknar sem varðar þjófnað á hóteli og ofbeldi sem starfsmaður þess varð fyrir í nótt.

Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um þjófnað af hóteli í hverfi 105, sem er Hlíðahverfi. Þar vildi maður fá afgreitt áfengi en var synjað í ljósi þess að búið var að loka afgreiðslunni. Maðurinn tók til sinna ráða, fór sjálfur í kæli og tók þar áfengisflöskur.

Þegar afgreiðslustúlka reyndi að stöðva manninn þá hrinti hann henni í gólfið og hljóp út en missti við það farsímann sinn. Síðar kom vinur mannsins og ætlaði að sækja símann en sá þá lögreglu og hljóp út. Að sögn lögreglu er númer símans skráð og verður málið rannsakað.

Fleiri mál komu á borð lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Um níuleytið í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í geymslu í fjölbýlishús í vesturbænum en þar var meðal annars stolið þremur ferðatöskum.

Þá var ofurölvi maður handtekinn í Seljahverfi rétt fyrir fjögur í nótt. Hann var vistaður í fangaklefa meðan ástand hans lagast.

Lögregla stöðvaði einnig ökumann í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur án ökuréttinda.

Loks var tilkynnt um umferðaróhapp á Vesturlandsvegi rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Þar hafði bifreið verið ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og kvartaði undan brjóstverk. Bifreiðin var flutt af vettvangi með Króki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn