fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Lögregla varar við umferðartöfum – Hér gætu orðið miklar tafir í dag

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. maí 2019 10:27

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag verður áfram unnið við að fræsa og malbika í borginni og viðbúið að því fylgi einhver óþægindi fyrir vegfarendur. Lögregla hvetur fólk til að sýna þolinmæði og tillitssemi því vinnuflokkar verða víða að störfum í dag.

Vinnuflokkar verða að störfum meðal annars á Hallsvegi í Grafarvogi, á milli Langarima og Gullinbrúar/Strandvegar, í Vatnagörðum, á milli Sundagarða og Sægarða og í Mjölnisholti og á Lindargötu.

„Vegfarendur eru áfram beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.“

Þá segir lögregla í tilkynningu að vegna framkvæmda eins og þessara berist gjarnan kvartanir, en í gær höfðu margir samband við embættið og lýstu yfir ónægju sinni með framkvæmdir á Kleppsmýrarvegi og töfum á umferð sem því fylgdi. „Úr varð að lögreglan fór á vettvang og var þar við umferðarstjórn í nokkra klukkutíma, en vonandi verður ástandið betra á og við þær götur þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar í dag.

DV ræddi við nokkra ökumenn sem voru fastir í umferðarteppum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær. „Ég er búin að vera föst í klukkutíma á Suðurlandsbrautinni,“ sagði kona sem hafði samband við DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn