fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. maí 2019 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson birti í gærkvöld hjartnæma og merkilega mynd af föður sínum Jóhannesi Sæmundssyni, sem lést langt um aldur fram, og með honum á myndinni eru bræðurnir tveir barnungir, Guðni sjálfur og Patrekur Jóhannesson, handboltagarpur og handboltaþjálfari. Tilefnið er fyrsti Íslandsmeistaratitill Selfoss í handbolta en liðið lagði Hauka í gærkvöld í úrslitarimmu um titilinn. Patrekur er þjálfari Selfyssinga en fyrir 40 árum hélt faðir þeirra heitinn handboltanámskeið á Selfossi.

Guðni skrifar:

„Ég óska karlaliði Selfoss í handbolta hjartanlega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Er ekki vanur að senda liðum slíkar kveðjur en veðja á að mér fyrirgefist undantekningin í þetta sinn – Patti bróðir á stóran þátt í þessum sigri. Haukar voru verðugur mótherji, stórveldi í íslenskum handbolta síðustu áratugi. Þeir mæta að venju sterkir til leiks á næsta tímabili.

Í báðum liðum eru flestir leikmenn á heimaslóðum, léku með sínu liði í yngri flokkum. Þetta er eflaust ein meginástæða þeirrar velgengni sem Haukar hafa notið og Selfyssingar núna, og má margt af því læra.

Á myndinni að neðan erum við eldri bræðurnir með föður okkar, Jóhannesi heitnum Sæmundssyni (yngsti bróðirinn Jóhannes var ekki kominn í heiminn þarna). Fyrir nær 40 árum stóð pabbi að handboltanámskeiði á Selfossi með fleirum og segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið á uppbygginguna sem þá hófst! Aftur til hamingju, kæru Selfyssingar.“

Jóhannes Sæmundsson var þekktur íþróttafrömuður og starfaði meðal annars lengi sem íþróttakennari í M.R. þar sem hann var mjög vinsæll meðal nemenda. Í greinasafni Morgunblaðsins, í flokknum Merkir Íslendingar, segir um Jóhannes:

„Jóhannes lést langt um aldur fram árið 1983 eftir baráttu við krabbamein, aðeins 43 ára að aldri. Jóhannes var leikfimi- og íþróttakennari við Flensborg og Lækjarskóla í Hafnarfirði og við Hlíðaskóla í Reykjavík. Lengst af var hann þó íþróttakennari og félagsmálafulltrúi við Menntaskólann í Reykjavík þar sem hann starfaði frá 1967. Hann var fræðslustjóri ÍSÍ frá 1972 og til dauðadags, aðstoðaði við þjálfun landsliðanna í handknattleik og í körfuknattleik og átti þátt í að semja námsskrá í íþróttum fyrir grunnskóla.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi