fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Grænkeri og Biobú í hár saman: „Kýrnar GEFA ekki mjólkina, mjólkin er tekin frá þeim“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 23. maí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gefa kýrnar okkur mjólkina eða er hún tekin ? Þessa spurningu takast íslenskur grænkeri og fyrirsvarsmenn mjólkurvörufyrirtækisins BioBú ehf. á um í athugasemdum við kostaða auglýsingu fyrirtækisins á Facebook.

Biobú ehf. deildi færslu á Facebook þar sem segir:

„Nú hafa kýrnar sem gefa okkur lífrænu mjólkina verið á beit í rúma viku, en veðráttan hefur verið einstaklega hagstæð bændum og búaliði þetta vorið.“

Grænkeri tekur þá til máls í athugasemdum við færsluna og segist þurfa að leiðrétta villu í auglýsingunni:

„Afsakið, en ég má til með að leiðrétta eina villu í þessari sponsaðri auglýsingu. Kýrnar GEFA ekki mjólkina, mjólkin er tekin frá þeim.“

Þetta gat Biobú ekki samþykkt þegjandi og hljóðalaust og svaraði um hæl:

„Þú getur haft þína skoðun á því, en kýr koma að öllu jöfnu sjálfar til mjalta, þar sem þeim finnst gott að losna við mjólkina. Er þá ekki rökrétt að segja að þær vilji gefa af sér mjólkina?“

Grænkerin benti þá á að þrátt fyrir að kýr vilji gjarnan losna við mjólkina þá sé mjólkurframleiðsan af mannavöldum. Því sé mjólkin tekin en ekki gefin.

„Skiljanlega vilja þær losna um spennuna sem fylgir því að vera með júgur full af mjólk. Mjólk sem þær framleiða fyrir kálfana sína, sem eru teknir af þeim og þar af leiðandi hafa þær engan annan valkost en að ganga í mjaltavélina. Það breytir ekki því að þær eru settar í þá stöðu að framleiða mjólk af okkar völdum, ekki eigin vilja. Þær eru sæddar, framleiða mjólk fyrir kálfinn, fæða hann og hann er tekinn af þeim og við tökum mjólkina. Það er engin gjöf í þessu ferli. Þannig er það nú bara, sama hversu erfitt er að horfast í augu við það. “

Undir mál grænkerans er tekið í fleiri athugasemdum.

„Það er ágætis regla að rugla ekki saman staðreyndum og einstaklingsbundnum skoðunum. Það er til dæmis ekki einstaklingsbundin skoðun […] að mjólkin sé ætluð kálfum og sé tekin frá kúm; það er staðreynd.“

„Tek undir með þér […]. Kýr gefa okkur ekkert frekar mjólk en hvert annað spendýr sem eignast afkvæmi.“

 

Blaðamaður sendi fyrirspurn á Biobú um hvort brugðist verði við athugasemdum grænkera með því að hætta að tala um að mjólk sé gefin.

Þetta að taka svona til máls er gömul og góð málvenja, en það er alvanalegt að tala um að húsdýr gefi af sér kjöt, mjólk og ull svo dæmi sé tekið. Við breytum ekki þeim málvenjum. Þetta er hugsanaskekkja hjá grænkerum þar sem þau virðast vera búin að persónugera kýrnar. Grænkerar virðast líka vera búnir að gleyma uppruna sínum en það er ekki langt síðan að mjólkin var aðal fæðutegund okkar íslendinga og átti stóran hlut í því að tryggja búsetu á íslandi síðustu 1000 árin. Þetta fólk hefur sennilega aldrei staðið frammi fyrir því að þurfa að svelta. Þau mættu bera meiri virðingu fyrir uppruna sínum og tilveru og æfa sig meira í umburðarlyndi. Lífræn mjólkurframleiðsla gengur einmitt í þá átt að svara auknum kröfum um dýravelferð og þar af leiðandi finnst okkur þessi gagnrýni koma úr hörðustu át

 

 

Hvað finnst þér lesandi góður?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“
Fréttir
Í gær

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi
Fréttir
Í gær

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Í gær

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“