fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Það gæti snjóað um helgina: „Þetta er dæmigert vorhret“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. maí 2019 06:37

Það gæti snjóað í byggð en vonandi verður staðan ekki jafn slæm og þessi mynd ber með sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að snjókoma eða slydda geri vart við sig um norðaustanvert landið eftir helgi. Útlit er fyrir að það kólni í veðri og gæti sólarhringshitinn á Aureyri á laugardag verið um frostmark og eins til þriggja stiga frost á mánudag og þriðjudag.

Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í Morgunblaðinu í dag en hann fjallaði einnig um þetta á vef sínum, Blika.is, í vikunni.

„Spá Evrópsku Reiknimiðstöðvarinnar er athyglisverð. Frá því fyrir helgi hefur hún gert ráð fyrir að mjög kaldur kjarni berist frá ströndum A-Síberíu yfir Íshafið með stefnu á Svalbarða. Þaðan áfram til suðurs og alla leið til okkar á sunnudag eða mánudag. Líkurnar eru um 60-70% Gangi þetta eftir verður sólarhringshitinn um frostmark á Akureyri á laugardag og frost um 1 til 3 stig á mánudag og þriðjudag (27. og 28. maí),“ sagði Einar.

Einar segir við Morgunblaðið í dag að enn ríki nokkur óvissa með þetta og ekki sé víst hvert kuldapollurinn fari. Nú sé útlit fyrir að hann fari austur fyrir landið en strjúkist þó við það með þeim afleiðingum að það kólnar nokkuð um norðaustanvert landið.

„Það kólnar um allt land og jafnvel verða frostnætur syðra,“ segir Einar og bætir við að líklega muni snjóa í fjöll og hugsanlega í byggð. „Þetta er dæmigert vorhret,“ segir hann.

Hér má sjá spá Veðurstofu Íslands fyrir næstu daga:

Á föstudag:
Fremur hæg norðaustlæg átt, en hæg breytileg átt sunnan- og vestantil. Skýjað með köflum og stöku skúrir, einkum á Suður- og Vesturlandi. Hiti 6 til 13 stig að deginum, hlýjast vestanlands.

Á laugardag og sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og yfirleitt skýjað. Lítilsháttar skúrir sunnan- og vestantil, en annars úrkomulítið. Hiti frá 4 stigum á norðausturhorninu, upp í 13 stig á Suðvesturlandi.

Á mánudag og þriðjudag:
Stíf norðanátt og rigning, slydda eða jafnvel snjókoma á Norður- og Austurlandi, en þurrt sunnan heiða. Hiti frá frostmarki í innsveitum norðaustanlands, upp í 9 stig með suðurströndinni.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðaustanátt og rigningu með köflum, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast suðvestanlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“
Fréttir
Í gær

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi
Fréttir
Í gær

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Í gær

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“