fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2019 06:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir af þeim sem sótt hafa um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd sem á meta hæfi umsækjenda um starf seðlabankastjóra. Sigríður, sem er hagfræðingur við Yale-háskóla, er formaður nefndarinnar en gagnrýnin beinist að því að hún situr á sama tíma í bankaráði Landsbankans.

Frá þessu er greint í Markaðnum og á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Gagnrýnin er sögð beinast að þeirri staðreynd að Landsbankinn, stærsti viðskiptavinur Seðlabankans, á verulegra hagsmuna að gæta vegna ýmissa ákvarðana Seðlabankans. Því skjóti það skökku við að Sigríður fari fyrir nefnd sem hefur mikið um það að segja hver verður næsti seðlabankastjóri.

Fullyrt er að annar þeirra sem lagt hefur fram kvörtun sé Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar Seðlabankans. Lögum samkvæmt má ekki kjósa stjórnendur eða starfsmenn fjármálastofnana til setu í bankaráði. Telja þeir umsækjendur sem hafa kvartað að sama ætti að vera uppi á teningnum þegar kemur að því að skipa í hæfisnefnd um stöðu seðlabankastjóra.

Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að óánægja sé með það í Landsbankanum að Sigríður hafi tekið sæti í hæfisnefndinni án þess að bera það undir formann bankaráðs eða regluvörð Landsbankans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður féll niður um sjö tröppur á skemmtistað – Bíl rænt og eiganda ógnað með skotvopni

Maður féll niður um sjö tröppur á skemmtistað – Bíl rænt og eiganda ógnað með skotvopni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður gengur berserksgang í Langholtshverfi – Skemmir bíla og girðir niður um sig

Maður gengur berserksgang í Langholtshverfi – Skemmir bíla og girðir niður um sig
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aðalsteinn lagði Moggabloggarann Pál í héraði – Átta ummæli dæmd dauð og ómerk og dagsektir yfirvofandi

Aðalsteinn lagði Moggabloggarann Pál í héraði – Átta ummæli dæmd dauð og ómerk og dagsektir yfirvofandi