fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Palestínuborðarnir voru keyptir í leikfangabúð og þeim smyglað yfir landamærin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. maí 2019 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var eins og við værum að stökkva fram af kletti og við vissum ekki hvert við vorum að fara,“ segir Klemens Hanagan um þann gjörning Hatara að halda á lofti palestínskum fánum í sjónvarpsútsendingu frá Eurovision. Þeir Hatara-liðar, Matthías Tryggvi Haraldsson, Klemens og Einar Stefánsson (Trommugimpið), voru í viðtali í Kastljósi í gærkvöld þar sem farið var yfir þetta ævintýri.

„Þetta voru ekki fánar heldur palestínskir borðar,“ segir Matthías og greindi frá því hvernig borðarnir komust í hendur þeirr í Hatara, en það er stórmerkileg saga:

„Fréttamannahópur miðilsins Music News fór yfir landamærin til Ramallah í Palestínu og smyglaði þessum borðum yfir landamærin. Þau lýstu þessu sem mjög stressandi upplifun þar sem þau þurftu að ganga í augsýn ísraelskra hermanna með þessa klúta inni á sér.“

Klemens greindi frá því að borðarnir hefðu verið keyptir í leikfangaverslun sem var opnuð sérstaklega fyrir fréttamennina en flestar verslanir voru lokaðar þar sem núna er föstumánuðurinn Ramadan.

Geymdi Palestínu-borðann í stígvélinu

Hatara-liðar vissu ekki hvort og hvenær tækifæri gæfist til að hampa palestínsku borðunum í mynd. Þeir sögðust hafa verið tilbúnir ef tækifærið gæfist. Svo tóku þeir eftir því að myndavélum var varpað á flytjendur þegar tilkynnt var um niðurstöðu símakosningar fyrir viðkomandi land, sérstaklega ef mikill munur var á símakosningunni og niðurstöðum dómnefndar.

„Þegar tökumaður koma hlaupandi í áttina að okkur og benti aðeins á myndavélina vissi ég að núna var mómentið komið og ég kinkaði kolli til Klemens,“ segir Matthías, en hann geymdi borðann sinn í öðrum skónum, „Hatara-stígvélinu“:

„Ég dreg minn borða út úr skónum og þegar ég endurupplifi mómentið í huganum þá er ég bara svo feginn að borðinn sneri rétt. Hann hefði auðveldlega getað verið á hvolfi,“

segir Matthías.

Klemens lýsti því að stemningin í Græna herberginu hafi fljótt orðið mjög skrýtin eftir uppátæki Hatara. Tónlistarfólkið hafi fyrst og fremst orðið undrandi en áhorfendur sem keyptu sig inn á sérstakt VIP-svæði hafi orðið mjög fjandsamlegir og baulað stíft á Hatara.

Hvað varðar umræðuna og fjölmiðlaumfjöllunina eftir keppnina, þá sagði Matthías:

„Maður er búinn að læra það af þessu að maður eigi ekki að taka of mikið mark á kommentakerfum fjölmiðla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala