fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2019 06:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt og komu nokkur mál inn á borð hennar.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var maður staðinn að þjófnaði úr verslun í hverfi 108, sem er Háaleitis- og Bústaðahverfi. „Maðurinn var í mjög annarlegu ástandi og hafði hann stolið sælgæti sem starfsfólk tók af honum.  Maðurinn kom aftur inn í verslunina og hótaði starfsfólki barsmíðum ef hann fengi ekki sælgætispokann aftur.  Maðurinn fékk pokann afhentan og fór á brott.  Skömmu síðar var maðurinn handtekinn og neitaði hann þá að gefa upp persónuupplýsingar.  Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.“

Upp úr klukkan níu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Hlíðunum og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá leikur grunur á að hann hafi verið með falsað ökuskírteini. Þá voru þrír menn í bílnum en þeir eru grunaðir um þjófnað úr verslunum. „Mennirnir voru m.a. með 25 pakkningar af dýru kjöti, 14 osta og ýmsan varning sem þeir gátu ekki gert grein fyrir.  Mennirnir voru handteknir og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í vínbúð í Hafnarfirði upp úr klukkan fimm í gær. „Afskipti höfð af ölvuðum erlendum manni.  Maðurinn var búinn að opna vínpela og var að drekka úr honum í versluninni.  Maðurinn hafði komið fyrr um daginn í verslunina og þá hafði hann stolið 6  bjórum sem hann hafði sett í bakpoka sinn og gengið út.  Málið afgreitt á vettvangi,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Þá var maður gripinn að verki við að stela brúnkuklútum úr verslun í Kópavogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi. „Maðurinn var í annarlegu ástandi og var málið afgreitt á vettvangi.  Maðurinn hafði bíllykla í vasa sínum sem voru haldlagðir sökum ástands mannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Rif á Snæfellsnesi þurrkað af kortinu : „Frekar lélegt“

Rif á Snæfellsnesi þurrkað af kortinu : „Frekar lélegt“
Í gær

Sjálfstæðisflokkurinn heldur ESB-dyrunum opnum

Sjálfstæðisflokkurinn heldur ESB-dyrunum opnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjöfaldur lottópottur í sjöunda sinn – Viltu vinna 100 milljónir?

Sjöfaldur lottópottur í sjöunda sinn – Viltu vinna 100 milljónir?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullyrt að Merkel komi til Íslands í ágúst

Fullyrt að Merkel komi til Íslands í ágúst