fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Guðmundur Andri hjólar í Miðflokkinn: „Þetta sýnir mikið virðingarleysi“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2019 08:50

Guðmundur Andri Thorsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vandar Miðflokknum ekki kveðjurnar vegna málþófsins á Alþingi. Þingfundur hófst upp úr hádegi í gær og kláraðist hann ekki fyrr en nú á níunda tímanum í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa rætt málefni þriðja orkupakkans sín á milli.

Sjá einnig: Maraþonmálþóf Miðflokksins stóð til 8.40 – Dagskrá þingsins riðlast

„Málþóf er fjandsamleg yfirtaka á Alþingi, framkvæmd með því að toga og teygja venjur og reglur. Það er leið til þess að láta þingræðið ekki hafa sinn gang. Menn koma upp í ræðustól og tala en ofmælt er að kalla það ræður sem þar er flutt – miklu frekar nokkurs konar óræður. Óræða eftir óræða dynur á okkur og andsvörum er breytt í meðsvör blygðunarlaust,“ segir Guðmundur Andri.

Guðmundur segir að málþóf geti nýst við ákveðnar aðstæður en svo virðist sem þingmenn Miðflokksins líti á það sem einhverskonar kappleik.

„Þetta sýnir mikið virðingarleysi fyrir ræðustólnum og stofnuninni. Málþóf getur verið neyðarréttur minnihluta þegar meirihluti keyrir í gegn ólög en Miðflokkurinn lítur á það sem íþróttakeppni, leið til að sýna styrk og getu til að beita ofríki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Rif á Snæfellsnesi þurrkað af kortinu : „Frekar lélegt“

Rif á Snæfellsnesi þurrkað af kortinu : „Frekar lélegt“
Í gær

Sjálfstæðisflokkurinn heldur ESB-dyrunum opnum

Sjálfstæðisflokkurinn heldur ESB-dyrunum opnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjöfaldur lottópottur í sjöunda sinn – Viltu vinna 100 milljónir?

Sjöfaldur lottópottur í sjöunda sinn – Viltu vinna 100 milljónir?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullyrt að Merkel komi til Íslands í ágúst

Fullyrt að Merkel komi til Íslands í ágúst