fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Eyþór ánægður með Ara: „Við töldum þetta vera búið þegar hann bað hana afsökunar“ – Hrasaði Birna?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2019 18:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, formaður Þjóðleikhúsráðs, segir starfsemi ráðsins almennt ganga vel, þrátt fyrir deilur Birnu Hafsteins, formann Félags íslenskra leikara, og Ara Matthíasson, þjóðleikhússtjóra.  Þjóðleikhúsráð hafi fundað vegna atviks sem átti sér stað milli Birnu og Ara fyrir töluverðu síðan, og taldi ráðið að málinu væri þar með lokið. Segir Eyþór að könnun hafi sýnt fram á ánægju starfsmanna,  sem hafi skilað sér í betri aðsókn en verið hefur áratugum saman.

Í samtali við blaðamann benti Eyþór á að þó Þjóðleikhúsráð sé ekki beinn aðili að deilum þeirra Ara og Birnu, þá hafi þeir fengið bréf um óánægju.

„Það sem ég hef gert er að leggja það fyrir ráðið og svo höfum við farið yfir það. Svo varð eitt einstakt atvik á milli Birnu Hafsteins og Ara, sem var fyrir svolítið löngu síðan.“

Atvikið umrædda átti sér stað í kjölfar undirritunar samninga. Birna kveður að hún hafi rétt fram sáttarhönd og boðið fram faðmlag, en Ari hafi svarað með því að stjaka við henni svo hún hrasaði. Ari hins vegar heldur því fram að hann hafi aðeins verið hafna faðmlagi og Birna hafi ekki hrasað. Mál þetta var að sögn Eyþórs tekið fyrir á fundi Þjóðleikhúsráðs. Í kjölfarið taldi Eyþór að málið væri útkljáð.

„Við töldum það vera búið því Ari bað Birnu afsökunar og hún tók það gilt. En síðan hefur þetta haldið áfram.

Í raun og veru er þetta að mörgu leyti sérstakt því þetta er persónulegt mál og það er ekki verið að nefna einstök atvik nema þetta sem eina þar sem þeim lenti saman. Þá er náttúrulega ómögulegt fyrir okkur að dæma, ef við vitum ekki hvað er verið að tala um.

Þetta eru náttúrulega alltaf viðkvæm mál, en við leggjum áherslu á að ferlar, varðandi kvartanir, séu allir í lagi og einnig fórum við í umfangsmiklar kannanir á einelti, áreitni og trausti.“

Eyþór segir að samkvæmt þeim könnunum séu starfsmenn Þjóðleikhúss ánægðir í störfum sínum. Þetta endurspeglist einnig í góðum aðsóknartölum:

„Samkvæmt þeim þá líður okkur almennt vel með stöðuna, en það eru alltaf einhver tilvik sem geta komið upp og þá munum við taka það alvarlega og tryggja að það séu til ferlar fyrir starfsfólk að leita í.“

Þjóðleikhúsráð hefur enn sem komið er ekki tekið ákvörðun um að ráða inn mannauðsstjóra hjá leikhúsinu. En það komi þó vissulega til greina.

„Það hefur ekki verið ákveðið. Það má alltaf styrkja þetta en við höfum ferla þannig að það eru aðilar sem er hægt að leita til ef það koma upp tilfelli. Það var farið yfir þetta allt, sérstaklega eftir að metoo kom upp, og þeir ferlar eru kynntir. En það kemur alveg til greina að styrkja þetta frekar því mannauður skiptir máli og það skiptir miklu máli að starfsmönnum líði vel og starfið sé hafið yfir allan vafa.“

Þjóðleikhúsinu gengi ekki svona vel ef starfsfólk væri óánægt

Starfsmenn geti leitað með kvartanir til trúnaðarmanns og einnig sé mögulegt fyrir þá að koma kvörtunum áleiðis í skjóli nafnleyndar.

„Aðalatriðið er það að það eru til ferlar og við gerðum kannanir svo þetta á að vera almennt í lagi, en svo eru persónuleg mál alltaf persónubundin.“

„Aðsókn hefur ekki verið betri í áratugi. Það er hinn mælikvarðinn sem við erum að horfa á og Þjóðleikhúsinu væri ekki að ganga vel ef starfsfólki liði almennt illa. Þá myndi það bitna á listinni.“

Þó köldu andi milli Birnu og Ara hefur það ekki haft neikvæð áhrif á starfsemi Þjóðleikhúsráðs, að sögn Eyþórs.

„Við tókum sérstakan fund um þessi mál, en við höfum passað upp á að geta farið yfir þau mál sem við eigum almennt að sinna. Starfið gengur almennt vel.“

En er Eyþór sjálfur ánægður með störf þjóðleikhússtjóra?

„Hann kemur inn í starfið með tvo hatta, hann er bæði leikari og með MBA og var framkvæmdastjóri leikhússins. Hann hefur því listræna sýn og rekstrarreynslu. Fyrir hans tíð voru þetta tvö störf. Hann tekur ábyrgð á starfinu og útkoman er góð. Aðsóknin hefur ekki í annan tíma verið betri og kannanir meðal starfsmanna koma vel út.“

Þrátt fyrir að Eyþór telji starfið almennt ganga vel þá megi lengi á sig blómum bæta.

„Við töldum að við hefðum gert það sem við gátum, en við getum alltaf gert betur“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“
Fréttir
Í gær

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi
Fréttir
Í gær

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Í gær

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“